Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 219
219
svo þar að sem vegurinn var nálega ófær sakir
bleytu og foræðis, enda stóð þar þvert um götu
kerra kotkarls eins, hlaðin hrisgrjónum; stóð hún
þar blýföst, en karlinn þar hjá og gjörði að hjól-
nagla er losnað hafði. Bóndi þessi nefndi sig Dev-
ata og kvaðst vera á leið til Baranasf. Var honum
meir i mun að ná þangað með korn sitt, áður dag-
ur rynni næsta morgun; kæmi hann þangað síðar,
bjóst hann við að kornsalar allir yrðu á braut farn-
ir, en aðrir fullar birgðir fengið.
Nú sér gimsteinasalinn að hvergi mátti frara
komast fyrir kerru bóndans; varð því fokreiður og
bauð Mahadúta þræli sinum að hrinda kerrunni úr
vegi, svo vagn þeirra mætti fram komast. Bóndinn
bað hann það eigi gjöra, sagði, að brekka væri svo
tæp fyrir neðan, að korn sitt mundi hrynja og glat-
ast, ef kerran steyptist. Bramaninn gaf orðum
hans engan gaum, og skipaði þrælnum sem áður.
Þrællinn var ramur að afli, og manna ódælastur;
varð því skjótari til að gegna þessa boði en sam-
aninn til að bera sættarorð á milli. Nú vildi kaup-
maður halda leiðar sinnar, en í sama bili stekkur
samaninn otan úr vagninum og mælti: »Afsakið
mig, góður herra, og hlýt eg nú við yður að skilja.
Eg em í skuld við yður fyrir greiðvikni yðar, eg
var þreyttur þegar við hittumst, en hefi nú varp-
að mæðinni. En tyrir því að eg kannast við einn
af langfeðgum yðar endurborinn í bónda þessum,
fæ eg eigi goldið yður greiðann í öðru betur, en
með því að rétta honum hjálparhönd í þessum
kröggum hans*.
Bramaninn leit við munkinum heldur forviða
ogmælti: »Segir þú, að kotungi þessi sé ættfaðir
minn endurborinn? Heyrið firn!« »Eg veit«, svaraði