Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 220
220
samaninn, »að yður eru ókunn öll þau bönd, sem
bæði eru mörg og mikil, þau er tengja örlög yðar
við örlög bóndans. En engin von er þess að blind-
ir menn megi sjA; hitt þykir mér þó lakara, að
þér skaðið yður sjálfan, enda mun eg freista, hvort
eg fái hllft yður fyrir þeim meinum, sem nú vofa
vfir yður og eru sjálfskaparviti«.
Hiun auðugi og stórættaði maður var óvanur
ávitum, og fann glöggt til sneiðarinnar, er lá i orð-
um samanans, þótt málrómur bans væri vingjarn-
legur.; bað hann þjóninn að keyra hestana tafar-
laust.
Samaninn heilsaði bóndanum vingjarnlega og
bauð að liðsinna honum við kerru hans og hlaða á
hana aptur korninu, því mikið at því hafði niður-
steypst. Verkiö gekk greiðlega, og hugsaði Devata
í liljóði: »Samana þessi er víst heilagur maður og
mun einhvei devas (ás) vera með honum. Eg skal
spyrja hann fyrir hverja sök eg hafi verðskuldað
að þola ójafnað af manni, er eg aldrei hefi gjört
hið minnsta til meins&.
En samaninn svaraði: »Engan ójafnað þolir
þú, vinur góður, heldur meðtekur þú í þessari til-
veru þinni sömu meðf'erð, sem þú veittir gimsteina-
salanum í tyrri tilveru þinni. Þú uppskerð eins og
þú sáðir, og örlög þin eru afleíðing verka þinna.
011 tilvera þín, eins og hún er nú, er ekki annað
en Karma þinnar eldri æfi.«
»Hver er mín Karma?« spurði bóndinn.
»Karma eins manns,« mælti samaniun, »er öll
hans athöfn ill og góð, er hann hefur aóhafst í þá-
legri tilveru og öllum umliðnurn. Lífssaga þín er
kerfi ótal unninna athafna og orðinna hluta tyrir
eðlislög þróunarinnar, kynslóð eftir kynslóð. Vera