Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 221
221
hvers og eins at oss í heild sinni er safn arfgeng-
inna hlutverka, sem fá nýja lögun með nýrri reynslu.
Þannig erum vér eigi annað en það, sem vér höt-
um aðhafst. Vor Karma myndar vort eðlisfar.
Vér erum vorir eigin smiðir.« »Svo má vera sem
þú segir«, svaraði bóndinn, »en hvað varðar tnig
um þennan hrokafulla Bramína?« Samaninn mælti
þá: »Þú ert að lunderni ærið líkur þessum Bram-
ina, og Karma sú, er myndað hefur örlög þín, er að
litlu til trábreytt hans. Ef mér eigi skjátlast að
skoða rétt inn í hugskot þitt, er það ætlan mín að
þú hefðir í dag breytt eins við gimsteinasalann,
ef hann hefði verið i þínum sporum og þú hefðir
hatt á að skipa jafnsterkum þræli oghann, er mátti
fara með þig eptir vild sinni«.
Bóndinn kannaðist nú reyndar við, að vist
mundi hann eigi hafa tekið nærri sér að breyta
eins við mann, er hindraði ferð Ihans, og Bramaninn
hefði breytt við sig, en þó lét hann sér skiljast, að
iðgjöld hljóti að elta athatnir manna, enda þóttist
hann þurfa að ásetja sér að vera framvegis vork-
unnsamari í viðskiptum við aðra. Nú var hrísinn
aptur kominn í kerruna, og héldu þeir svo áfram
stefnunni til Baranasí. En er minst varði hljóp
hesturinn út á hlið. »Höggormur! höggormur!«
æpti búandinn. Samaninn hugði vei til götunnar,
til að sjá hvað fælt hefði skepnuna, stekkur ofan, og
finnur digran gullsjóð á veginum. Datt honum óð-
ara í hug, að einginn nema gimsteinasaliun hefði týnt
fé þessu. Hann tók upp sjóðinn og rétti að bónd-
anum og sagði: »Tak við sjóði þessum, og þegar er
þú kemur til Baranasí skaltu aka beint til gistihúss
þess, er eg mun vísa til, spyr þar eftir Pandú, og
fá honum sjóðinn. Mun hann þá afsaka harðneskju