Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 223
323
konungs hafi samið við mig, eins og satt er, að eg
íæri kornið heim til hallarinnar Arla á morgun. Nú
vill hinn að þetta skuli fella mig, oghefur þvi keypt
upp allan hrísgrjónaforða í borginni. Hygg eg hann
hafl mútað fébirðinum, enda synjar hann mér lausn-
ar irá kaupmálanum. Hlýt eg á morgun að fara
á vonarvöl, nema Krisna sendi engil af himni ofan
mér til hjálpar«.
En áður en maðurinn hafði lokið sinni rauna-
tölu saknar Pandú pýngju sinnar. Hann leitaði
hennar óðara í vagninum, en fann ekki. Grunaði
hann nú þræl sinn, he'tir því á lögreglustjóra
borgarinnar, ber sökina á Mahadúta, lætur binda
hann og síðan pína til sagna miskunnarlaust. Þræll-
inn hljóðaði hátt af kvöluuum og sagði: »Eg er
saklaus. alveg saklaus; sleppið mér! eg þoli ekki
þetta! eg á einga sök í þessu, en vera kann, að eg
gjaldi nú annara glæpa minna. Æ hve feginn
skyldi eg nú biðja bónda-garininn fyrirgefningar,
þann sem eg hrakti fyrir hann húsbónda minn á
leiðinni. Hann var saklaus, og rná vel vera að
mér hefnist riú svona fyrir fólsku mina«. En nú á með-
an lögreglumaðurinn var að lemja á þrælnum, kernur
bóndinn á þingstaðinn, og brá þeim heidur en eigi
í brún þegar hann réttir að eigandanum gullsjóð hans.
Þrællinn var óðara leystnr, en svo gramdist honum
nreðferð húsbónda síns, að hann strauk þar frá hon-
um og hljóp til fjalla. Kom hann sér þar í kynni
við stigamenn og varð innan stundar foringi þeirra
fyrir áræði sitt og karlmennsku Þegar Malika frétti
að bóndinn hefði raeð að fara hin beztu hrísgrjón,
keypti hann vagnhlass hans, eins og það var sig til,
og galt þrefalt verð við það sem nokkur hafði
áður boðið. Varð og Pandú stórlega feginn fundi