Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 224
224
peninganna; skundaði nú til klaustursins til þess að
fá meiri fræðslu hjá Narada, samaninum.
Narada mæltv þá: »Fræðslu mætti eg gefa þér,
en fyrir þá sök að eg veit að þú skilur eigi andlega
hluti, kýs eg heldur að þegja. Þó skaltu eitt heil-
ræði af mér þiggja: Breyttu við hvern mann eins
og þú sjálfur vildir þér kjósa, og veit öðrum sama
liðsinni, sem þú myndir vilja að sjálfum þér væri
auðsýnt. Með því móti muntu geta sáð til þeirra
gæða, er þú sjálfur tekur af arð og uppskeru*.
»Kenn mér lífsspeki, samana«, sagði þá gim-
steinasalinn, »því þá mætti mér fremur auðið verða
að halda heilræðið*.
»Hlýð þá til, ef eg á að gefa þér lykil að allri
lífsspeki», svaraði samaninn. »Sé svo að þú skíljir
hann eigi, þá trú þú samt því er eg segi. Sjálf-
leikinn er ímyndun eintóm; hver sá er sjálfleik
sinn eltir, fylgir þeim vafurloga, er villir hann út
i fen og foræði syndarinnar. ímyndun sjálfleikans
er hulan maja, sú er blindar augu þín, svo að þú
fær eigi skilið hið rétta samband milli þin og ann-
ara, sem þó í raun réttri er enn þá nánara en sam-
band líffæranna í líkama þínum. Þú verður að
læra að skilja samveru þina við allar aðrar verur.
Vanþekkingin er uppruni syndarinnar. Þeir eru
fáir, sem sannleikann þekkja. Haf nú þessi spak-
mæli fyrir lífsreglur:
Sá sem annan móðgar meiðir sjálfan sig.
Sá sem öðrum hjálpar, hjálpar sjálfum sér.
Slepptu sjónhverfing sjálfselskuunar, svo þú rat-
ir réttan veg sannleikans.
Þeim sem maja hefur bundið fyrir augu, virð-
ist veröldin öll vera bituð niður í ótölulega sjálf-
leika. Þannig villast menn á sálarlífinu og þess