Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 225
22f>
liamfaraskiptum og komast eigi til viðurkenningar
sannleikans viðvíkjandi samhug og líkn við allar
lifandi skepnur*.
Gimsteinasalinn svaraði: »Orð yðar, meistari,
eru merkilegrar þýðingar, og vil eg þau ávalt hug-
festa. Á leið minni hingað auðsýndi eg lítilfjörlega
liðsemd, mér ómakslaust, einum fátækum samana
en sjá nú hversu blessuð afleiðing hefur af því sprott-
ið! Eg em þér mjög skuldbundinn, án þín hefði eg
eigi einungis misst pyngju mína, heldur og öll kaup
hér í borginni; en nú em eg stórum efnaðri maður
orðinn, i stað þess að eg annars hefði lent í eymd
og volæði. Hér á ofan hjálpaði athygli þitt og
koma bóndans með hrisgrjónin vini mínum
Malíka, vixlaranum. Ef allir menn skildu sann-
indi þinna heilræða, mundi veröldin stórum breyt-
ast til batnaðar, böl og vandræði minnka, en öll
velfarnan vaxa. Og nú með því að mér er meir
í mun, að fá meun til að skilja og nema sannindi
þau, sem xiúdda kennir, vil eg reisa vihara i hér-
aði mínu Kásjambí, bjóða þér siðan til mín, svo eg
megi hæfilega vígja klaustur mitt bræðrum og læri-
sveinum hins heilaga Búdda.
Meðal rœningja.
Nú líður og bíður. Pandú byggði klaustur
sitt í Kásjambí, og bauð þangað mörgum spökum
samanum; varð þar skjótt höfuðstaður allrar vizku
og menningar fyrir fólkið.
Þá var það einhverju sinni, að konungurinn
1 næsta riki þaðan, er hafði heyrt hrósað gimsteina-
safni Pandús, sendi til hans féhirði sinn til að afla
sér nýrrar kórónu; skyldi hún vera úr skírasta rauða-
gulli og alsett hinum ágætustu steinum er finna
15