Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 226
226
raá á öllu Indíalandi. Þegar Pandú hafði lokið kór-
ónusmiðinni, lagði hann af stað og stetndi til aðset-
ursstaðar konungs þess er dýrgripurinn var ætlað-
ur. Tók hann með sér, auk kórónunnar, afarmikinn
gullsjóð, þar hann ætlaði sér að gjöra um leið ým-
isleg ábatasöm kaupskipti. Hann hafði og lest mikla
með varning og vopnað föruneyti. En óðara en
þeir voru komnir upp í fjalllendið réðust á þá ræn-
ingjar; og var foringi þeirra einginn annar en
Mahadúta. Hafði hann sigur og tók varning
Pandús, gull og gripi, en hann komst nauðuglega
undan á hlaupi. Þessar ófarir hans og fleirí fjár-
skaðar, er fylgdu þessum, lögðust þungt á Pandú;
var hann nú miklu óríkari og férainni maður en
áður. Samt sem áður bar hann vel mótlæti sitt og
hugsaði með sjálfum sér: þessa skaða hefi eg verð-
skuldað með hegðun minni í fyrri tilveru minni;
eg var og æði harðbýll í æsku minni við
aðra menn; nú uppsker eg af illvirkjum mínum,
enda hefi eg einga orsök til að kvarta*.
Nú með því að Pandú var orðinn miklu vægð-
arsamari maður við aðra, hafði andstreymið þau ein
áhrif á hann að ’hann varð hreinni í hjarta og
hrekklausari; það eitt angraði hann, er hann sá
efnaskort sinn, að nú gat hann minni góðgjörðir veitt
og miður stutt vini sína í klaustrinu til að útbreiða
sannleik trúarinnar. Enn liðu allmörg ár. Þá bar
það til, að ungur samani og lærisveinn Narada, sá
er Panþaka hét, var á ferð yfir fjöllin yfir Kásj-
ambí, og féll þar í ræningjahendur. En þar hann
átti ekkert til, lúbarði ræningjaforinginn hann og
sleppti síðan. Daginn eptir var hann á ferð í skógi
nokkrum; heyrði hanu þá óp og vopnabrak. Hann
gengur á hljóðið og sér fjölda af ræningjum, sem