Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 227
227
slegið höfðu hring um Mahadúta, foringja þeirra, og
sóttu hann harðfeingilega, en hann varðist svo vask-
lega, að hinir voru sem hundar ura Ijón; féllu þeir
og drjúgum fyrir höggum hans; en einginn má við
margnum; heyrði hann ioks dynkinn þegar kappinn
féll, og sá að hann flakti allur í sárum. Ræningj-
arnir fóru við það á braut, en samaninn gekk þá
fram og að manninum til að vita ef hann mætti
nokkuð duga honum: Hann sá að allir aðrir voru
dauðir, þeir sem þar lágu, en foringinn enn með
litlu lifl. Hann heyrði lækjarnið þar nærri, og
sótti vatn í bolla sínum og bar hinum deyjanda
manni. Mabadúta lauk upp augunum gnísti tönnum
og mælti: »Hvar eru nú hinir óþakklátu hundar,
sem eg hefl leitt til fjár og frama? Úr þvi eg hætti
að vera foringi þeirra verða þeir brátt eltir upp og
drepnir eins og hreysikettir«.
»Hirtu eigi um félaga þína og syndanna sam-
þjóna«, svaraði samaninn, »heldur minnstu sálar
þinnar, og hagnýt þér heuni til hjálpræðis þín síð-
ustu augnablik. Hér er vatn til að drekka; lát mig
síðan binda sár þín, ef ske kynni að eg mætti
bjarga lífi þínu«.
»Æ og æ!« svaraði hinn og stundi við, »ertu
ekki sami maðurinn sem eg barði í gærdag, og nú
kemur þú til að hjálpa mér og lina þjáningar mín-
ar. Og ferskt vatn kemurðu með til að svala mér,
og vilt bjarga lifi minu! Það stoðar ekki, góði mað-
ur, því eg hlýt hér að deyja. Þorpararnir hafa sært
mig til ólífis — óþakklætis-geiturnar! Þeir hafa
greitt mér höggin eins og eg kenndi þeim listina«.
»Þú uppskerð eins og þú sáðir«, sagði samaninn;
»hefðir þú kent félögum þínum manngæði, hefðir þú
15*