Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 228
228
mætt mildari meðferð af þeirra hendi; en úr því
þú hefur eigi kent þeim annað en högg og harðýðgi,
er þess von að breytni þín komi þér sjálfum í koll«.
»Æ, það er satt«, svaraði ræninginn, »eg meðtek
makleg málagjöld. En bágari eru þau kjör mín,að
hljóta að svara öllum afleiðingum illgjörða minna í
komanda lífi. Ó gef mér nú liknarráð, þú heilagi
maður, hvernig eg fái linað sekt mína, sem þyngir
mitt brjóst, eins og bjarg væri, og leggst þvert fyrir
miun andardrátt«. Panþaka mælti: »Uppræt alla
girnd þína til ílls; afmá þlnar íllu fýsnir og ástríð-
ur, en fyll hjarta þitt hlýjum hug til allra manna
og skepna«.
Kongulóarvefurinn.
Medan hinn miskunsami samana þvoði benjar
ræningjans mælti hann við munkinn: »Eg hef að-
hafst margt ílt, en ekkert gott. Hversu má eg
greiða mig úr þvi óláns neti, sem eg hefi riðið úr
íllum ástríðum míns innri manns? Mín Karma mun
fara með mig til vítis, og aldrei fæ eg að sjá veg
sáluhjálparinnar«.
Samaninn svaraði: »Að vísu mun þín Karma
í nýrri holdgan uppskera af útsæði illvirkja þinna.
Eingin undankoma er til, svo illvirki sleppi frá at-
leiðingum athafna sinna. En engin orsök er hins
vegar til örvinglunar. Sá maður, sem endurfæddur
er og upprætt hefur sjálfleikans hugarburði, ásamt
öllum hans ástríðum og girndum, verður blessunar-
lind bæði sjálfum sér og öðrum.
Eins og dæmi þessa, vil eg segja þér söguna
af hinum mikla ránsmanni Kandata. Hann andað-
ist án iðrunar, og vaknaði aptur orðinn vitis púki;
leið hann þar hinar skelfilegustu kvala-pfslir fyrir