Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 229
229
illvirki sín. En er hann hafði verið í víti æva lengi,
og sá sér engin úrræði til að geta losnað úr hinu
ógurlega ástandi, skeði það, að Búdda birtist á jörð-
unni, og náði upplýsingarinnar helgu fullsælu.
Þetta rainnisverða augnablik féll geisli niður í kvala-
staðinn, sem kveykti lífsvon meðal allra ára og for-
dæmdra, og hrópaði þá ræninginn Kandata npp há-
stöfum: »Blessaði Búdda, miskunna þú mér! eg
kvelst hræðiiega, og þó eg hafi illa breytt, æski eg
mér einskis fremur en að mega ganga á réttlætis-
ins veglega vegi. En eg get eigi losnað úr fjötr-
um minnar ólukku. Hjálpa mér herra, og miskunna
mér!« Nú er Karma því lögmáli bundin, að íllar
athafnir fyrirfarast að lokum af sjálfu sér, því ein-
tóm illskan getur ekki verið til eða varað. En góð-
ar athafnir leiða til eilífs lífs. Þannig er síðasta
markmið sett hverri athöfn, sem unnin er, en eing-
an enda hafa afleiðingar góðra athafna. Hið minnsta
góðverk her ávöxt, sem felur í sér frækorn tilgóðs;
þessi'frækorn þróast og halda svo áfram að endur-
næra sálina á hennar mæðusama hringsóli, allt þar
til henni hlotnast að ná sinni síðustu lausn frá öllu
íllu i Nirvana. Þegar nú Búdda drottinn heyrði
andvörp hins pínda og fordæmda, mælti hann svo:
»Kandata, seg mér: vannst þú aldrei neittgóðverk í
lífinu? Sé svo, hittir það þig nú aftur og. hjálpar
þér til viðreisnar. En eigi máttu frelsast nema
kvalir þær, sem þú þolir eins og afleiðing íllgjörða
þinna, hafi burtrýmt allri ímyndun sjálfleikans úr
sálu þinni, og laugað hana hreina af hégóma, mun-
aðargirnd og ötundsýki«. Kandata þagði, því hann
hafði verið mikill grimdarseggur, en Taþagata (drott-
inn), sá af alvizku sinni allar athafnir hins vesæla
manns, og kom þá auga á hann þar sem hann ein-