Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 230
230
hverju sinni var á gangi í skógi, og leit konguló,
sem þar skreið á jörðinni, og heyrði hann segja við
sjálfan sig: »Ekki skal stiga á kongulóna, hún er
meinlaust kvikindi og gjörir engum íllt*.
Búdda horfði með meðaumkun á kvalir Kan-
data, og sendi niður til hans konguló á þræði, og
kongulóin sagði: »Haltu þér, maður, í vefinn, og
komstu svo upp«. Þegar kongulóin var burtu far-
in, reyndi Kandata að lesa sig upp eptir þræðinum,
og tókst honum það; vefþráðurinn var sterkur og
hélt, og komst hann hærra og hærra. Allt í einu
fannst honum þráðurinn skjálfa og titra; leit' hann
niður og sá hvar félagar haus voru lika komnir af
stað upp í þráðinn. Þá varð Kandata hræddur í
meira lagi. Hann sá hve grannur þráðurinn var,
en líka að hann hafði mikla teygju, því hann togn-
aði því meir sem þyngdin óx, og leit þó út eins og
hann vel myndi endast. Þangað til hafði hann ein-
ungis horft upp á við, en nú leit hann niður, og sér
koma á hæla sér eftir sama þræðinum heila her-
skara af árum og vítis-vomum. »Hvernig getur svo
örmjór þráður þolað allan þann þunga«, hugsaði
hann með sjálfum sér, og hrópaði í angist sinni:
»Sleppið þræðinum! Eg á þráðinn«. í sama augna-
bliki slitnaði þráðurinn, og Kandata féll aptur ofan
til vítis
»Sjálfleika-hugarburðurinn drottnaði enn yfir
Kandata. Hann pekkti eigi hið dularfulla afl ein-
lægrar eptirlöngunar að taka sér fram og hefja sig
upp á braut réttlætisins. Sá vegur er mjór eins og
ormavefur, en hann ber þó milliónir manna, og því
fleiri sem klifa upp þann þráð, því léttari verður á-
reynzla hins einstaka hvers fyrir sig. En óðara en
sú hugsun kemur í huga einhvers þeirra: »Eg á