Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 231
veginn! eg skal hafa réttlætisleiðina einn og út af
fyrir mig, og miðla engum af henni«, óðara slitnar
þráðurinn, og maðurinn hrapar aptur niður í ánauð
sjálfselsku sinnar; því sjálfselskan er fyrirdæmingin,
en sannleikurinn sælan. Hvað er viti? Það er
ekkert annað en eigingirni, en Nirvana er lif rétt-
lætisins«.
»Eg vil taka dauðahaldi og halda mér í þenn-
an kongulóarvef!* sagði hinn deyjandi ræningjafor-
ingi, þegar samaninn hafði lokið sögu siuni. »Og
eg mun komast upp úr kvaladíkinu*.
Góð Karma gjörir erfðaskrd sina.
Hann lá hljóður og kyr um hrið til að koma
skipulagi á hugsanir sínar. Síðan ávarpaði hann
samanann, og hlaut þó að tala með hvíldum:
»Heyr nú til heiðraði herra minn, eg vil gjöra
játningu. Ég var þjónn Pandús, gimsteinasalans í
Kasjarabi; hann lét eitt sinn kasta mér á kvalabekk;
það þoldi eg honum ekki og strauk því og gjörðist
ræningjaforingi. Fyrir nokkrum tíma frétti eg at
njósnarmanni mínum, að Pandú ætlaði að ferðast
hér yfir fjalllendið; þá veitti eg honum atgöngu og
tók af honum mikinn hlut af auðæfum hans. Viltu
nú fara til fundar við hann og skila til hans og
segja, að eg hafi fyrirgefið honum af hjarta ójöfnuð
þann, sem hann sýndi mér forðum saklausum, en
að eg beiðist þess af honum í móti, að hann fyrir-
irgefi mér að eg rændi hann. Meðan eg var hjá
honum var. hjarta hans hart eins og steinn, og lærði
eg að stæla eftir honum sjálfselskuna. Eghefiheyrt
að hann hafi orðið hinn hjartabezti maður síðar, og
sé nú til hans tekið eins og tyrirmyndar í góðleik
og réttvísi. Hefir hann þá safnað fjársjóðum, sem