Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 232
232
einginn ræningi má frá honum taka; en mín æfi á
að enda í íllu athæfi, en þó vil eg eigi standa í
skuld við hann svo leingi, að eg eingu megi bæta
honum. Hefur nú hugskot mitt tekið gjörsamlegri
breytingu. Girndir minar hafa allar sefast, og vil
eg nú verja þeim fáu augnablikum, sem eg á eptir
til þess að freista hvort eg fái eptir dauðann að
lengja tilveru mína i góðri Karma réttvísrar kost-
gæfni. Seg því Pandú, að eg hafi geymt gullkór-
ónu þá, er hann smíðaði fyrir konunginn, svo og
alla hans fjársjóðu, og sé það allt fólgið og geymt i
helli einum hér nærri. Vissu tveir af ræningjunura
og eigi fleiri af þessu, og eru þeir nú báðir dauðir.
Nú skal Pandú fara með marga menn vopnaða, leita
uppi staðinn og hirða þar eign sína, þá er eg tók
frá honum. Mun þá ein réttlætis-athöfn bæta fyrir
ýmsar fleiri ' syndir minar; mun það að nokkru
hreinsa gróm minnar sálar og greiða götu hennar
og stefnu til að finna sáluhjálp sína«.
Siðan lýsti Mahadúta afstöðu hellisins, og and-
aðist svo í örmum Panþöku.
Þegar Panþaka, hinn ungi samani, kom til
Kasjambí gekk hann á fund gimsteinasalans og
sagði honum upp alla söguna eins og fyrir hann
hafði verið Jagt. Pandú safnaði mönnum, og fann
skjótt féð eftir tilvisan ræningjans. Síðan grófu þeir
lík hans og félaga hans, er fallið höfðu með honum,
þar í skóginum. Gjörði Pandú útförina mjög veg-
lega, og talaði langan formála yflr gröfinni og valdi
þau orð Búdda fyrir ræðutexta:
»Fyrir sjálfleikann gjöra menn íllt; fyrir sjálf-
leikann hefnist hverjum manni«.
»Fyrir sjálfleikann hætta menn íllt að gjöra«.