Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 24
io4 Tóbak. Tóbaksjurtin (Nicotiana) telst til ættar þeirrar, er grasfræðingar nefna Solanaceae. Þrjár eru tegundir tóbaksjurtarinnar og eru þær mjög líkar. Tóbak er unnið úr þeim öllum. Þessar þrjár tegundir eru svo nefndar: Virginíutóbak (N. tabacum), og er það ræktað í stærstum stíl, bændatóbak (N. rustica) og stórblaðað tóbak (N. macrophylla). f’essar tegundir eru svo líkar hver annari, að nægilegt er að lýsa einni þeirra. Virginíutóbakið: Stöngullinn er fram undir fimm fet á hæð. Blöðin eru stór, randheil, aflöng, frammjókkandi og safamikil. Stærst eru blöðin neðst á stönglinum, en fara minkandi, er ofar dregur. Blómið er allstórt, hvitt eða rautt að lit og tregtlagað. Bikarinn er að lögun sem klukka og lykur um fræhúsið. Avöxturinn er hylki. Fræin eru mörg og smá, og getur ein jurt borið 300,000 fræ. Tóbak nær fullum þroska á einu sumri og má því rækta það alls staðar, þar sem sumar- hiti er nægur. Bezt þrífst það þó í heitu löndunum. A norðurhveli jarðar fæst bezt tóbak á svæðinu milli 15. og 35. breiddarstigs. I Ev- rópu hefur tóbak verið ræktað norður að 62. breiddarstigi. Það þrifst bezt þar sem jafnhiti árs er 10—20 stig; það þolir ekki frost nje þurr- hita og þrífst bezt i sendnum og heitum jarðvegi, er liggur lágt. Jurtir eru búnar á ýmsan hátt til varnar. móti óvinum sinum. Sumar hafa hvassa brodda og þyrna (rós o. fl.), er stinga þau dýr, er granda vilja jurtinni; aðrar hafi brennihár (brenninetla) eða eru beiskar á bragð og óljúfíengar, svo að skepnur forðast þær. Sumar jurtir hafa i sjer eiturefni og er það góð vörn, þvi dýrin komast skjótt að raun um, að þær jurtir eru ekki ætar. Til þessara jurta telst tóbaksjurtin. I tóbaks- jurtinni er tóbakseitrið (nicotin) og er það vörn fyrir jurtina gegn óvinum hennar. Tóbakseitrið er mest i blöðunum, meðan þau eru ung, og í stöngulbroddinum; það ríður líka mest á að vernda ungu blöðin og stöngulbroddinn. Tóbak er víða ræktað. I Evrópu er tóbak einna mest ræktað á Hollandi. Talsverð tóbaksrækt er og í Austurríki, Ungverjalandi, Dónár- löndum, Italíu, Frakklandi, Spáni og Rússlandi. I Ameríku er tóbak mest ræktað i Bandarikjunum. I Asíu er bezt tóbak á Java og Manilla. Árlega er eytt og búið til nálægt 2000 milj. punda af tóbaki á allri jörðunni. Setjum svo að 2000 pund fáist af einni dagsláttu, þá eru tóbaksakrar jarðarinnar að öllu samtöldu 1 milj. dagsláttur. Á öllu þessu svæði er ræktuð sú jurt, er menn hafa eigi hið minnsta gagn af að njóta. Væri ekki nær að rækta matjurtategundir á þessu svæði? Tóbaksfræjunum er fyrst sáð i vermireiti (í marz), og þá er vel er komið upp í þeim, eru smájurtirnar fluttar á akurinn (í maí), og era þær þar allt sumarið. Moldin kring um þær er opt pæld upp. og þarf hún mikinn og góðan áburð. Þegar 9—12 blöð eru komin á stöngulinn, fer blómið að myndast, en það vilja tóbaksyrkjumenn helzt eigi sjá, og leita þvi allra bragða til að koma í veg fyrir blómvöxtinn. Peir skera þvi stöngulinn í sundur fyrir ofan 6. eða 7. blaðið (talið frá rótinni). Reir skera og allar þær greinar, er vaxa i blaðhornunum k Fetta er gjört til þess að þau nær- 1 blaöhorn er bilið milli stöngulsjns og blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.