Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 53
133 öðrum fætinum, en nokkrar álnir frá kroppnum lá höfuðið og gapti og gapti eins og það væri að reyna að ná andanum. Böðull- inn hljóp til, þreif í endana á klútnum, sem bundið var utan um höfuðið, og fleygði því upp í kistuna; þar hafði kroppurinn verið lagður. Þá var neglt yíir kistuna og henni sökkt niður í gröfina. Þá stje faðir minn upp á pallinn; allir skildu hann. Það er enn haft í frásögum þar um byggðir, hve snjallt hann talaði þá. Hann talaði um hinn þunga refsidóm, sem þar hafði verið fram- kvæmdur, og varaði æskulýðinn við þeim löstum, sem væru að færast í vöxt þar um sveitir, drykkjuskap, áflogum, lauslæti og öðrum ósiðum; mönnum hlýtur að hafa geðjazt ræðan vel, þvi henni var stolið úr hempuvasa hans á heimleiðinni. Þegar við snerum aptur heim á leið, var jeg alveg utan við mig, meir að segja svo yfir kominn af hræðslu, eins og jeg ætti víst að verða sá næsti á höggstokknum. Jeg heyrði það lika eptir á, að margir höfðu verið líkt á sig komnir og jeg. Kapteinninn bauð prófastinum, föður mínum og þeim embættismönnum, sem við vóru, að borða hjá sjer miðdagsmat; en faðir minn og pró- fasturinn komu heim til okkar undir eins og máltíðinni var lokið. Geta nú ekki allir ímyndað sjer, hve hræddur jeg varð, þar sem jeg sat úti í stofuhorninu — enginn tók eptir mjer — og hej^rði prófastinn segja foreldrum mínum, að þegar Pjetur hefði tekið móti sakramentinu í fangelsinu, hefði hann sagt sjer, að það væri ekki satt, að hann hefði dregið stúlkuna út á hamarinn nje hrundið henni niður, og, ef prófasturinn vildi, skyldi hann segja honum, hver hefði gjört það. En prófasturinn svaraði: nei; sitt hlutverk væri aðeins að búa hann undir dauðann. Það varð siðan almannarómur þar um sveitir, að móðir Pjet- urs hefði eggjað hann á að koma stúlkunni þannig fyrir, ef hún fengist ekki til að kenna öðrum barnið; ennfremur, að Pjetur hefði reyndar slegið hana með öxinni og það hefði komizt i hart milli þeirra, en síðan hefði hann hætt við allt saman og hlaupið sína leið, og móðir hans hefði síðan sjálf lagt á smiðshöggið. Hann hatði þá dáið fyrir móður sina, og systir hans hafði fengið hann til þess. Jeg hef síðan ímyndað mjer, að Jakob skóla- kennari muni hafa vitað þetta leyndarmál hans, og því hafi, þeir orðið svo samrýndir, og að þetta sje líka orsökin til þess að pró- fasturinn hafði svo miklar mætur á Pjetri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.