Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 35
115 »Þá ber aptan og ár röðul-róskrýndar brár, þá er rósemd um dagana ljósa; nóttin vorblíð í værð nemur náttgalans mærð yfir nýsprottnu knöppunum rósa. . . . undir laufgrænum hlyn hittir heitmey sinn vin þegar heiðgullna kvöldstjarnan ljómar.« Þetta er enn jafnfallegt og forðum. Jeg hef margt sjeð síðan, sem aðrir hafa kveðið um fegurð vorsins og yndi, en ekkert fegurra •en þetta. Jeg skal nú ekki eyða því litla rúmi, sem þessum linum er markað hjer, með þvi að skrifa það upp, sem nálega hvert manns- barn kann á öllu landinu.og sungið.er í hverri veizlu og samkomu ásamt kvæðum Jónasar og Bjarna. Það er allt svo ljett og auð- sætt, að hver maður skilur. Það þarf og engum að benda á það, uð það er ástin á ættjörðinni og fegurð og tign náttúrunnar, sem fremur öllu öðru hefur laðað Steingrím til ljóða. Þar er hann tignarbjartur og inndælastur, og það var ekki undarlegt, þó þjóðin yrði ástfangin í skáldinu, sem ljet vorgyðjuna á sólgeislavængjum bera frelsisíjóð sitt »heim að fossum og dimmbláum heiðum«, og með sömu list hefur hann tengt saman ástarljóð sín um náttúruna og ■ættjörðina æ síðan. Jeg nefni sem dæmi »Gilsbakkaljóð« og »Þjóð- hátíðarsönginn á Þingvelli« 1874. Smekkvís kvæðavinur sagði, begar hann heyrði það kvæði, að hann vildi heldur hafa kveðið rað eitt, en öll önnur þjóðhátíðarkvæði til samans. En með mestri ist hljóma raddir minninganna og náttúrunnar saman í »Gilsbakka- jóðum«. Það þarf ekki litla snilli til að taka skærasta gullið úr ■sögu Gunnlaugs og Helgu og vefa því svo inn í töfrablæju náttúr- unnar, eins og þar er gert. »Hvalfjörður« er tæplega eins góður; þó eru vísurnar um Hallgrím Pjetursson ágætar og maklegar. Jafn- vel yfir ástakvæðin verður náttúran að breiða friðar og unaðar blæju sína, til þess að, Steingrími þyki þau fullger, svo sem er í »Astin í nálægð« og »Ástin í fjarlægð«, »Skógarsjónin« og víðar. Það er gaman að hafa ort slík kvæði sem þessi, en það er ekki eins mikið gaman að eiga að senda út aðra útgáfu af ljóðum sinum aukna, þegar öll þessi kvæði hafa staðið i hinni fyrri, vit- andi að þjóðin telur þau með þvi allrabezta, sem hún á, og væntir eptir öðru jafngóðu eða betra. Jeg skal og játa, að mjer var mikill hugur á að sjá þessa nýju útgáfu, þar sem nær þriðjungur var nýr, og einkum var mjer forvitni á að sjá, hvort Steingrímur ætti enn þá eptir að segja nokkuð fagurt um náttúruna og »sveitasæluna«. Jeg fjekk fljótt svarið, það var »Laugardalur«: »Vjer riðum und kvöldsól í Laugardals lönd, hún ljómaði af rauðbrúnu felli 8*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.