Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 36
um engjanna grasflæmi geysivítt þönd, um glampandi, silfurskær vatnanna bönd og bláfell við blómgaða velli« o. s. frv. Aldrei hef jeg sjeð bjartara sumarsólskin og fundið meira hressandi sveitablæ yflr neinu kvæði en því. Jeg var svo heppinn að vera annar maður í förinni, sem kvæðið segir frá, og þó tíu ár væru liðin síðan jeg fór hana, þá breiddi kvæðið út fyrir ntjer svo ljós- lega þá yndisdaga, að jeg varð forviða. Það var eins og jeg heyrði blæinn þjóta í skógarlaufinu og fyndi hann svala kinnunum, kveld- sólin roðaði viðarflatirnar fyrir vestan Brúará og ilminn legði af viðarreyknum frá Uthlíð. Og hefði jeg búizt við apturför eða þreytu, þá vóru hjer tekin af öll tvímæli. Eða þá »Fyrsta lóu- kvak«. Er það ekki eins og maður sjái vorið vera að heilsa? fjöllin bláleit í miðjar hlíðar og láglendið dökkbrúnt, þessir ein- kennilegu litir vorsins, og aldrei eins skærir og þegar jörðin er að fara úr vetrarfötunum. Eða »Sumarheiðríkja«, þar sem »hver dagur nú á buxum bláurn og blárri treyju gengur hjá.« Þær vísur eru svo Ijettar og kátar eins og dans sumarblæsins og. sólargeislanna og minna á: »Nú vakna jeg alhress í ilmandi lund«. »Við leiði« er merkilega áhrifamikið kvæði. »Tí, tí« er líka svo. elskulegar og viðkvæmar visur, að jeg get ekki gert að mjer að minna á þær, og margt er þar gott annað. Þá eru og smávís- urnar nýju ekki síður hárbeittar en hinar gömlu; það er merkileg gáfa og list, að geta þjappað því saman í fjórar línur, sem aðrir þurfa heil kvæði til, og segja það auk þess betur. Jeg verð að. setja hjer þessa: »Með oflofi teygður á eyrum var hann, svo öll við það sannindi rengdust, en ekki um einn þumlung hann vaxa þó vann, það vóru aðeins eyrun sem lengdust.« Það er sarna meistarastykkið eins og »Orður og titlar úrelt þing«- o. s. frv. Yfir höfuð stendur það bezta af þessu nýja ekki hót á baki því bezta af hinu eldra; það sýnir »Laugardalur« bezt. Það er ekki allra meðfæri að yrkja hvert kvæði á fætur öðru nærri því um sama efni og yrkja sig þó hvergi upp aptur. Hjer er enginn kostur að lýsa Steingrími sem skáldi að nokkru gagni; það verður að bíða betra tækifæris. Jeg hef aðeins drepið á innihald kvæðanna, en framsetningin er engu síður merkileg, einkum hvað vandlega eru heflaðir af hugsuninni og orðfærinu allir agnúar, sem ■ á nokkurn hátt geti raskað áhrifum heildarinnar.. Við þetta kemst efni og framsetning í meira samræmi hjá Stein- g;rími en flestum öðrurn og gerir sönginn þýðan og laðandi, og það er vandfengin meiri ánægja og betri hvíld, en að lesa kvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.