Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 45
125 Það sem hjer hefur verið tekið fram, þótt lítið sje, ætla jeg nægi til að sýna, að Þorsteinn er einkum frelsisins skáld, Kvæði hans eru uppreistarkvæði mót veraldlegri og andlegri kúgun, og hefur ekkert annað ísienzkt skáld kveðið svo djarfmaunlega í þá stefnu eða byggt á,eins víðtækum frelsishugmyndum, því hin ágætu frelsiskvæði Jóns Olafssonar eru öll pólitisk. Þar sem önnur skáld okkar láta sjer nægja að drepa fingri við kýlunum, stingur Þorsteinn óhikað á þeim. Skáldunum má ekki farast eins og börnunum, sem langar til að taka skarið af Ijósinu, en eru hrædd við að brenna fingurna. Mörg af hinum Ijettu »lýrisku« kvæðum Þorsteins eru ágæt í sinni röð, og hef jeg þegar minnzt á nokkur þeirra. Enn vil jeg nefna »Myndin«, sem fremur hefði átt að heita »Hugsjónin«. Efnið er, að þeir einir, sem aldrei missa sjónar á hinni leiðandi hugsjón sinni, sem aldrei líta aptur, — þeir nái fram að takmarkinu, brjótist upp á hæsta tindinn. Sá sem hræðist fjallið og snýr aptur, fær aldrei leyst gátuna: hvað hinumegin býr, en það er sú gátan, sem frýr manninum hugar, þótt hún aldrei verði leyst. Þá má nefna »Fetur« (Snf. 92) og hið einkennilega kvæði »Elli sœkir Grím heim« (Eimr. I.). Þá hefur Þorsteinn kveðið mörg fögur kvæði, sem enn eru óprentuð, og má þar til nefna ýmisleg kvæði viðkomandi sögu landsins, og hafa birzt lítil sýnishorn af þeim í »Þjóðviljanum unga«. Hefur hann nú í hyggju, að gefa út ljóðasafn innan skamms, og þarf engar getur að því að leiða, að það muni eignast marga vini. Jeg set Þorstein hiklaust efstan hinna yngri skálda, og ber ýmislegt til þess, en einkum er það þetta: að hann hefur tekið sjer fyrir hendur stærra efni en hinir, stefnir að því að leysa meira af hendi. Og þetta hefur gefið honum byr undir vængi og knúð hann til að starfa og hlýtur að gera það framvegis; er það vonum meir, sem eptir hann liggur af kveðskap frá hinum síðustu árum. Hann lifir og yrkir fyrir vissa hugsjón, en slíkt er skáldunum jafn- ómissandi og hverjum öðrum, eigi þau að framleiða nokkurt það verk, * sem mark sje að og láti eptir sig varanleg spor. Sá einn getur orðið stórskáld, sem vinnur lífsstarf sitt, hvort það er stórt eða smátt, gott eða illt, í hverju sem það er fólgið, — með hjálp og aðstoð skáldagyðjunnar. En sú hugsjón, að ryðja frelsishug- myndunum braut til huga manna, er fögur leiðarstjarna. þorst. Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.