Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 46
126 Hryllileg bernskuminning. (Eptir Björnstjerne Björnson.) Jeg mun hafa verið eitt hvað sjö ára, þegar það bar til tíðinda, er nú skal greina. Sunnudagskvöld eitt barst sú fregn heim á prestssetrið, að tveir menn hefðu róið fram með Búggaströnd svo- kallaðri við Eiðisfjörðinn og fundið þar kvennmann, er hrapað hafði fram af björgunum; hún hafði hangið á steinsniddu rjett við flæðarmálið. Þeir hreyfðu í fyrstu ekki við henni, en reyndu að fá upp úr henni, hver hefði brundið henni þar niður. Það var fimm mílna sjóvegur til læknisins, og það sem mest reið á, var að koma henni sem fyrst inn á spítala. Hún lá hjálpar- laus í rúmt dægur, og skömmu eptir að læknirinn kom, dó hún. Aður hafði hún látið skilja á sjer, að Pjetri í Hagabæ væri um þetta að kenna, en hún bætti við: »Þið megið ekkert gera honum fyrir það«. Hún var vinnukona á Hagabæ, og allir vissu, að það hafði verið gott á milli þeirra Pjeturs, en hann var sonur hjónanna þar. Og skynugir menn sáu strax, hversvegna hann hefði viljað losa sig við hana. Jeg man það svo ljóslega, þegar frjettin breiddist út. Það var, eins og jeg sagði áðan, á sunnudagskvöldi, og snemma sama daginn hafði henni verið hrundið. Það var um hásumar, í glaða sólskini, og allir vóru fullir af kátínu heima á prestssetrinu. Jeg man, að það var eins og drægi fyrir sólu, fólkið varð alvarlegt, fjörðurinn þegjandalegur, og klettarnir og hlíðarnar reyndu að fela sig hvað á bak við annað. Jeg man, að jafnvel daginn eptir var eins og*ring- ulreið á öllu; menn vóru öðruvísi en þeir áttu að sjer; jeg fann það á mjer, að jeg þurfti ekki að fara í skólann, og vinnumenn- irnir slæptust, gengu frá verkunum og settu sig niður eins og það væri sjálfsagt. Einkum sá þó á kvennfólkinu. Það var auðsjeð á stúlkunum, að þær vóru hræddar um sig; einhver þeirra hafði líka beinlínis orð á því, að þær mættu fara að, gá sín fyrir kall- mönnunum. Við heimafólkið sáum það á andlitinu á liverjum gesti, sem kom heim á bæinn, og líka á öllu fasinu, að hann gat ekki hugsað um annað en morðið, og það sáu þeir líka á okkur. Við heilsuðumst og tókum í höndina hver á öðrum, en þó var eins og langt væri milli okkar; morðið var allt í kring og á milli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.