Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 10
9o Mór og kol. I lopthvolfinu umhverfis jörðina eru, þegar vatnsgufunni er sleppt, allt að 4/5 köfnunarefni, x/4 lífslopt (súrefni) og auk þess ýmsar lopt- tegundir, sem miklu minna gætir; er þar efst á blaði kolsýran og þó ekki meira af henni en 3 hlutar i hverjum 10,000 af lopti. Kolsýra streymir viða upp úr jörðu, og mundi brátt verða svo mikið af þessari banvænu lopttegund i andrúmsloptinu, að öllu dýralífi væri hætta búin, ef ekki eyddist hún á einhvern hátt. Það eru jurtirnar, er einkum sjá fyrir þvi, að ekki verði of mikið af kolsýrunni i loptinu, þvi að þótt hún sje dýrunum banvæn, þá er hún lífsskilyrði fyrir jurtirnar; þær geta sundrað kolsýrunni i frumefnin, kolefni og súrefni; kolefninu halda þær eptir og mynda úr því og vatni ýms »organisk« sambönd; súrefninu sleppa þær aptur og verða þær þannig til þess að bæta loptið. Af þurk- uðum jurtum er nærri því helmingurinn kolefni og allt kolefni, sem er í jörðu og á, í trjám, mó og steinkolum, hafa juitirnar »búið til« úr kolsýru loptsins. I ritgerð þessari mun verða farið nokkrum orðum um, hvernig jurtirnar verða til þess, að kolefnið safnast fyrir í jörðunni, í mó og kolum, og ýms atriði er þar að lúta, og skal þess nú þegar getið, að mór, surtarbrandur (mókol) og steinkol eru liðir í samhangandi breyt- ingaröð, sem miðar til þess, að úr jurtunum verði á endanum hreint kolefhi. I. Mór. Stöðuvötn myndast þar, sem lægðir og lautir eru á yfirborði jarð- arinnar, ef loptslag ekki bannar. Stöðuvötn eru skammæ i jarðfræðisleg- um skilningi; náttúran, bæði hin lifandi og hin dauða, starfar sifellt að því, að útrýma þeim. Sumstaðar eru það einkum ár og lækir, sem bera í þau möl og aur og fylla þannig upp i þau með timanum; annars- staðar er það jurtagróðurinn, sem smátt og smátt gerir mýri, þar sem vatnið var áður. Virði menn fyrir sjer stöðuvatn eitt í breiðum dal eða á sljettlendi; það er stórt að ummáli en grunnt, engar ár eða lækir renna i það svo teljandi sje, en allt vatnið vellur upp um lindir á botn- inum; ýmsar starartegundir setjast að við bakkana, þar sem grynnst er. Þær færa sig stöðugt lengra og lengra út í vatnið, blöð og stönglar deyja og sökkva til botns, en allt af vaxa nýir angar og nýir stönglar út úr rótarstokkunum og fer svo að lokum, að jurtagróðurinn hylur alveg yfirborð vatnsins; vatnið er orðið að mýri. Aðrar mýrajurtir setjast nú að, og rætur allra þessara jurta fljettast saman á ýmsan hátt og mynda þjetta fiækju, en undir er þunn leðja af rotnandi jurtaleifum og vatni. En það er af þessum •jurtaleifum að segja, að lopt kemst ekki að þeim til muna, og þvi verður það, að þegar þær sundurleysast, þá sameinast efni þeirra innbyrðis; sum mynda lopttegundir, er leita burt, en það, sem eptir er, verður ávallt tiltölulega auðugra og auðugra að kolefni, og kemur þannig fram sú jarðtegund, er menn nefha tnó; komist nóg lopt að rotnandi jurtaleifmn, þá sameinast kolefni þeirra súrefhi loptsins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.