Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Side 76

Eimreiðin - 01.07.1895, Side 76
156 ekki. Því að ætla sjer að fara að bæta eitthvað, áður en menn vita, hvað að er, er ekki hyggilegt. Það verður þúsund sinnum dýrara, heldur en að láta rannsaka það fyrst og finna, hvar skórinn kreppir að. Meðan vjer þekkjum eigi til hlítar gróður landsins, kjör þau, er hann á við að búa, o. s. frv., eru allar gróðrartilraunir með útlendar jurtir á sandi byggðar. Þar eð kviktjárrækt er aðalatvinnuvegur landsbúa og hún stendur og fellur rneð gróðri landsins, þá er það skylda íslendinga, að leggja meira kapp á gróðrar- rannsóknir heima, en gjört hefur verið. Það er ekkert efamál, að það mun bera hundraðfaldan ávöxt. Ritgerð Stefáns er fyrsta sporið í þá áttina, en þau eru æðimörg sporin, sem þarf að stíga, unz vjer getuni sagt, að vjer þekkjum gróður landsins. H. J. GRÍMUR THOMSEN: LJÓÐMÆLI. Nýtt safn. 1895 (með mynd höf.). Þetta safn Gr. Th. er miklu stærra en hið fyrra. í því eru 2 bálkar af kvæðurn, frumortum og þýddum. í frumortu kvæðunum birtist skáldið í hinni alkunnu mynd sinni, hvort sem hann yrkir um viðburði úr fornsögum vorum eða um útlenda menn eða ýmislegt, sem að honum kemur í svipinn. Þar er mart mæta vel ort, og framsetningin opt einkennilega smellin, lunderni og tilfinningar mjög skýrar; það er ekki rúm til að fara frekar út i þetta, en ekki geturn vjer nóg. samlega mælt með kaupum á kvæðakveri þessu hjá löndum vorum. Þýddu kvæðin eru flest útlögð úr grísku, en þar er mart að að finna, einkum þó hvað herfilega íslenzka bragi skáldið hefur stundum leyft sjer að klæða hin fögru grísku kvæði í. Ef ekki er hægt að þýða þau öðruvís, er bezt að ganga frá þvi. Og ekki getur kornið til nokkurra mála, að þessar þýðingar stöðvi »það frum- hlaup», sem eptir höf. viðgengst nú á íslandi »gegn grískum bókmenntum og grískri tungu-<. Þetta er þess utan rangt, það er ekki bókmenntir Grikkja, sem haft er á móti, það er hin gagnslausa grískukennsla við latínuskólann, sem menn vilja hafa burt og það sem fyrst. Höfundinum skýzt mjög skírleikur, er hann jafnar (i formálanum) íslenzku að fornu og nýju við forngrísku og nýgrísku. Þar er engin eða svo að segja engin líking á milli. F. J. SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ: ÚRVALSRIT, búin til prentunar eptir (!) Einar Benediktsson. Khöfn 1895. Það var vel til fallið að gefa út heildarlegt safn af kvæðum S. Br., og á því útg. þökk skilið fyrir að hafa orðið til þess. Vjer sjáum ekki betur, en að valið hafi tekizt vel yfir höfuð, en eins og gengur, má ýmislegt að því finna. Útg. hefur skrifað formála um Sig. Br. sem skáld. Eptir að búið var að skrifa jafnnákvæma ævisögu S. Br. sem Æviminning Jóns Borgfirðings, var það eptir að lýsa skáldskap Sig., og einkum að sýna, hver áhrif útlendur skáldskapur hafði á hann. Þetta hefur útg. ekki borið við að gera, og er það hin mesta furða. Afleiðingin er t. d. sú, að útg. prentar þýdd kvæði, sem væru þau frumort (t. d. Fjöllin á Fróni, sem svo að segja er þýtt orði til orðs, og svo er um mart fleira). Sumt í þessum formála, t. d. bls. XII (Kristnin o. s. frv. 5. L að neð.) —XIII (öll), er oss með öllu óskiljandi; þar er ekki eitt orð af þekkingu talað. — Þótt þessir gallar sje á, viljum vjer óska þess, að landar vorir taki þessari bók vel og láti S. Br. njóta fornrar hylli. Bæði þessi kver eru kostuð af Hegel. F. J.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.