Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.07.1895, Blaðsíða 57
137 móti leið nokkur stund, þangað til að þeir hefðu áttað sig svo, að þeir skriðu alveg í burtu. Finsen nefnir eitt dæmi upp á það, hve áhrif ljóssins á ánamaðk- ana eru sterk. Hann hafði töluvert af ánamöðkum til þess að gefa salamöndrum að jeta, en þá vildi það óhapp til, að margir af þeim dóu og sumir vóru hálfdauðir. Finsen vildi eigi fleygja neinum lifandi ormi og reyndi því á ýmsan hátt, hvort ekkert líf væri í þeim. Hann skvetti á þá vatni og potaði í þá, en um 20 urðu þó eptir, sem virtust vera steindauðir. Þá datt Finsen í hug, hvort sólarljósið gæti eigi fengið þá til þess að rakna við, og hann setti þá í sólskin. Eptir eitt augnablik tóku 3 eða 4 af þeim að hreifa sig ofurlítið. A líkan hátt fór með eyrnatvistina, bekkbítina og hlaupbjöllurnar. Eyrnatvistirnir eru fljótir að skríða og var heldur en ekki hreifing á þeim í öskjunni. Þá er Finsen hafði gert tilraun með þá hvað eptir annað, virtist svo sem þeir eyrnatvistir, er komnir vóru til ára sinna, skildu hvernig á öllu saman stóð, því að þeir tóku þegar á rás rakleiðis til rauðu birtunnar. Kvikindi þau, sem nú vóru nefnd, má jafnvel telja með myrk- ursins börnum; þau eru ljósfælin og forðast æsingu »kemisku« geislanna. Til þess að sjá, hvernig þessu væri farið með ljóselsk dýr, þá tók Finsen 11 fiðrildi og setti þau í aflanga öskju allstóra. Hálft lokið var úr rauðu gleri, en hinn helmingurinn af bláu. Hann setti öskjuna í sólskin. Er fiðrildin vóru komin i varðhald þetta, flögruðu þau öll í fyrstu um í ákafa, en er kyrð kom á þau, var það eptirtektarvert, að fiðrildi þau, sem vóru í rauða helmingnum af öskjunni, sátu róleg, en hin, er vóru í bláa helmingnum, vóru á sífelldu iði. f*á er sólskinið hætti, gerðust þau rólegri, og er Finsen eptir eina stund leit eptir, hvernig þeim liði, sátu 10 fiðrildi í bláa Ijósinu en 1 í hinu rauða. Hann sneri nú lókinu, og einum tíma síðar vóru 8 fiðrildi í bláu, en 3 í rauðu birtunni. Allar þessar tilraunir Finsens sýndu það, hve sterk áhrif bláu og fjólulitu geislarnir höfðu á dýr þessi bæði í hlutfalli við hita- geislana (rauðu geislana) og ljósgeislana (gulu og grænu geislana), og enn fremur, hve fjörgandi áhrif þeir hafa á taugakerfið. Ahrif þessi eru svo mikil, að þau valda stundum ósjálfráðum hreifingum (hjá fóstrinu), en vekja stundum ákafa mótspyrnu (hjá ljósfælnu dýrunum). Má segja, að geislar þessir sje sem nokkurs konar ódáins- lind eða lífsuppspretta, er veiti fjör og dug, eða að þeir sjeu lífs- frömuður. Jeg hef nú talað nokkuð ýtarlega um ritgjörð þessa, og ber ýmislegt til þess. Það er síðasta ritgjörð Finsens og sú, er hann sjálfur telur merkasta af ritgjörðum sínum. Hann segir að vísu, að hún sje aðeins brot og tilgangur hennar sje að vekja eptirtekt manna á áhrifum »kemisku« geislanna. Margt bendi á, að þeir hafi svipuð áhrif á æðri dýr og menn eins og á lægri dýrin, og hann vonar, að hann geti ritað um það síðar. Hann ætlar að hin nytsömu áhrif þeirra sjeu miklu meiri en hin skaðlegu, en þau sjeu menn þó teknir að athuga í læknisfræðinni. Svo stendur á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.