Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 4
84
menntun hjartans og hugans, sem segði honum, að föðurást hans
þyrfti að stafa einhverjum geislum inn í sál dótturinnar.
Svona hafði þá Margrjet alizt upp, enda var hún föl og guggin
af öllu bæjarmyrkrinu og taugaveikluð og hræðslugjörn af öllurn
hryssingsskapnum. Og nú var hún orðin fullorðin stúlka, full af
rómantík og ástarþrá. En allt var ljótt umhverfis hana, nema
náttúran, sem hún hafði sjaldnast rænu á að gera sjer grein fyrir
— og náttúran var jlíka ljót þetta haust. Og henni þótti ekki
ánægja að tala við neinn, sem hún gat til náð. Svo hún byrgði
sig inni í sjálfri sjer, byrgði sig næstum þvi inni fyrir sjálfri sjer,
og sálarlíf hennar varð fölt og þróttlítið, gleðisnautt, hluttekningar-
laust í högum annara og óstutt af annara hluttekning.
Einn dag að áliðnu hausti var henni venju fremur órótt.
Hún átti von á vetrarsetumanni, Sveini Sveinssyni, ungum auka-
lækni, sem koma átti í sveitina og samið hafði við Sigvalda um
að dvelja hjá honurn um veturinn. Hann átti að hafast við í
stofunni og herberginu inn af henni. Margrjet gat ekki á heilli
sjer tekið daginn, sem hans var von. Hún átti mjög örðugt með
að halda kyrru fyrir við nokkurt verk. Hún gat ekki stillt sig
um að koma út við og við, til þess að líta eptir mannaferðum.
Hún var við og við að líta inn í stofuna og herbergið til þess að
vita, hvort ekkert væri nú í ólagi. Og vinnukonurnar pískruðu
um það sín á milli, að henni mundi fremur leika hugur á að
vera vel til fara, þegar hann kæmi; og fyrir frarnan spegilinn
þóttust þær nokkrum sinnum hafa sjeð hana. Hún hafði sjeð
þennan lækni við og við í Reykjavík, en lítið tekið eptir honum,
og mundi ekki glöggt, hvernig hann var í hátt. Hún hafði enga
hugmynd um, hvort nokkur fengur væri í því, að fá hann á heim-
ilið, hvort hann væri leiðinlegur eða skemmtilegur, daufur eða
glaðlyndur. Hálfpartinn gerði hún sjer þó von um, að hann kynni
að stofna til einhverrar glaðværðar á heimilinu, t. d. fara í einhverja
leiki, þegar gestir kynnu að koma, eða þá dansa við hana endrum
og sinnurn. En hvort sem hann nú gerði það eða gerði það ekki,
þá var tilbreyting í því, að hann skyldi korna. Og tilbreytingar-
leysið fannst henni alveg ætla að gera út af við sig — þessi sífellda
gráa þoka lífsins, sem að eins sveiflaðist ofurlítið til, og það fyrir
ekki ljúfara vindblæ en illhryssingsrokunum úr honum föður hennar.