Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 58
i38 □ mílur, ísland 40,000 enskar) og ibúar hennar 53,738, þá er auðsætt, að Mön er auðugri ey en ísland. Eða .skyldi það stafa að mun af því, að Bretar hafa farið vel með hana; betur en Danir með Island? Merkilegt má Islendingum þykja, að lögsögumenn (deemsters) Manar geymdu í minni sínu öll Manarlög og rituðu ekki einn lagastaf fyr en á 15. öld. Likt var hjá oss Islendingum til hjer um bil 1120, en Manar- búar hjeldu lengur en vjer fomum venjum. Lögin voru kölluð »breast- laws« (brjóstlög), meðan þau voru órituð og gejnnd i brjósti lögsögu- manns. Hvor lögsögumaðurinn hefur 18,000 króna laun og leitar jarl ráða þeirra í öllum vandamálum. Water-bailiff sjer um fiskiveiðar Manarbúa. Nemur það meir en 3 miljónum króna á ári, sem þeir draga úr sjó. Mön á milli 7 og 8 hundruð skipa, þó ekki öll þilskip, og sækja meir en 4000 manns sjó á þeim. Eyjarskeggjar eru taldir sjógarpar miklir. Svo fer fjarri, að Bretar hafi gert á hluta Manarbúa, að Manarbúar hafa valdið Bretum fjártjóns mikils. Á 18. öld voru tollar á Mön langt- um lægri en á Englandi. Lentu skip þar þúsundum saman til að af- ferma vörur og stálust svo Manarbúar i myrkrinu með þær til Englands, seldu þær og græddu stórfje á þeim. Er mælt, að Englendingar hafi árlega beðið 6—7 miljóna króna tjón á þessum tollsvikum. Poldu þeir lengi mátið, en svo kom, að hertoginn af Athole, sem þá var Manar- konungur (Manarjarlar voru kallaðir konungar allt frá því eyjan komst undir Skota og Englendinga til 1765), sá sjer ekki annað vænna, en selja Englandsstjórn konungdæmið fyrir fje, 1765. Eyjarskeggjar kærðu sig kollótta um hertogann og konungsnafnið, en illt þótti þeim að missa skildinginn og brennivínssopann. Var þá þetta kveðið: Bý jeg nú við sorg og sút. There’s ne’er an old wife that loves a dram Seld er Mön og rúin. But will lament for the Isle of Man. Tært er vatn á kotungs kút. Kátínan er flúin. Beir hjeldu áfram að stelast með vörur til Englands, Skotlands og Ir- lands, en nú var það mesta hættuferð, þvi verðir voru á hafðir. Þó eru menn enn á lífi á Mön, sem hafa skotizt i ungdæmi sinu með brennivínstunnu til Englands, og miklast þeir af því karlfauskarnir. En jeg má ekki vera að segja sögu Manar hjer og held þvi áfram með lögbergsgönguna. Þjóðlag Manar var leikið, meðan þeir þinggarparnir gengu til lög- bergs. Var sef og hálmur breitt alla leið frá kirkjudyrunum. Gekk jarl upp á lögberg og settist á stól, en biskup settist á annan. Yfir þeim blakti fáni Englands á hárri flaggstöng. Lögberg þetta er aðeins 6 fet að þver- máli, efst uppi. Bingmönnum eru markaðir reitir með vjeböndum, og eru fjórir hringar þannig markaðir kringum lögberg. Stendur þingheimur fyrir utan hinn yzta. Voru þar viðstaddir um 15,000 manns, og þó vart fjölmennara en á stundum hefur verið á Öxarárþingi. Engir hafa sæti á lögbergi nema jarl og biskup. Lögsögumenn standa þar uppi og les hinn eldri þeirra upp lög þau, sem stjórnin hefur samþykkt, og frumvörp þau, er leggja á fyrir þing, hátt og skýrt, á enska tungu, i heyranda hljóði þingheims. Siðan les sýslumaður hins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.