Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 5
85 II. Læknirinn var kominn og seztur að í stofunni á Hóli. Mar- grjet hafði verið fálát við hann, eins og flestar íslenzkar stúlkur eru við ókunnuga menn, og lítið hafði hún verið hjá honum — að eins fært honum fram í stofuna það, sem hann þurfti, og svarað, þegar hann yrti á hana, mest einsatkvæðisorðum. En furðanlega vel hafði hún samt tekið eptir honum. Og hún var i standandi vandræðum með að komast að niðurstöðu um, hvort henni litist nokkuð vel á hann eða ekki. Stundum fannst henni hann lag- legur, stundum ólaglegur. Það var eptir því, hvernig hún leit á hann. Hann var lágur rnaður, kubbslega vaxinn, fast að þrítugu. Andlitið var heldur breitt, kinnbeinin nokkuð há, munnurinn nokkuð stór, nefið nokkuð söðulbakað. Fríður var hann ekki. En hendurnar voru fallegar, hvítar og smáar -— hún var ekki í rónni, fyr en hún var gengin úr skugga um, að hann þyrfti samt stærri hanzka en hún sjálf; og svo voru neglurnar einstaklega vel hirtar. Hárið var svart og rnjúkt sem silki. Augnaumbúningurinn var sterklegur og fallegur. En einkum tók hún eptir einkennilega þunglyndislegum og þó glettulegum svip í móleitu augunum á honum, sem sjerstaklega kom fram, þegar hann horfði þegjandi fram undan sjer og festi ekki augun á neinu. Og svo var á hon- um einhver hægð og stilling, sem hún kunni einstaklega vel við — eitthvað, sem ósjálfrátt kom þeirri hugsun inn hjá manni, að hann hugsaði sig vel um allt, sem hann segði og gerði, og fyndi aldrei verulega til þess, að hann ætti neitt annríkt. Sigvaldi hafði tekið lækninum með kostum og kynjum. Hann var manna gestrisnastur; og meðan honum fannst læknirinu vera gestur sinn, var honum ekki umhugað um annað fremur, en að dvölin yrði honum sem ánægjulegust á Hóli. En þegar hann fór að venjast honum sem heimamanni, fór geðvonzkan að koma til sögunnar. Því fór líka fjarri, að honum gætist að skoðunum lækn- isins — nje að honum gætist að honutu að neinu leyti. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir í flestum efnum, en þó einkum almennum sveitar- og landsmálum. Og það var ein aðal- hugsjón, sem ríkti í þeim öllum — sparnaöurinn. Öbeitin á því að bruðla með almennings fje var orðin svo megn hjá Sigvalda, af stöðugum prjedikunum hans sjálfs um það efni, að sparnaðurinn var í hans augum orðinn bæði upphafið og endirinn, bæði vegur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.