Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 77

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 77
lega eins, bæði að því er snertir húsafjölda og afstööu þeirra hvort til annars, eins og ii. myndin í bók dr. Valtýs (bls. 85), er á að sýna almennan íslenzkan bóndabæ í byrjun 11. aldar. Yfir höfuð virðist allt benda á, að allir siðir manna og lifnaðarhættir hafi verið mjög svipaðir á Grænlandi eins og á íslandi, enda er þetta mjög svo eðlilegt, þar sem landið byggðist frá íslandi, og staðhættir landanna vóru svo nauða líkir í flestum greinum. Til þess að fullkominn árang- ur geti orðið af rannsóknum fornleifa á Grænlandi, er því nauðsynlegt, að þeir, sem þessar rannsóknir gera, sjeu sem kunnugastir öllu lífi og háttum alþýðu manna á íslandi. Þetta hefur herra Bruun verið ljóst, og hefur hann því nú sótt um og fengið töluverðan fjárstyrk (bæði frá ráðaneyti kirkju- og kennslu- málanna og úr hinum mikla Carlsbergssjóði) til þess að ferðast um ísland á þessu sumri (1896) og kynna sjer bæði íslenzkar fornmenjar og líf rnanna og háttu yfir höfuð. Væri óskandi, að sem flestir teldu sjer það sóma, að greiða för hans og leiðbeina honum eptir föngum, svo að ferð hans geti haft tilætlaðan árangur. FINNUR, BUGGE OG FORNSKÁLDIN. í 1. árg. EIMR. (bls. 77—78) var minnzt á rit próf. Bugge’s um hin elztu skáld Norðmanna, (»Bidrag til den aldste skaldedigtnings liistorie«) og því um leið spáð, að dr. Finnur Jónsson mundi varla láta því ósvarað. Sú hefur og reyndin orðið á, og er svarið nú komið (i>De ældste skjalde og deres kvad«) i sAarboger for nordisk Oldkyndighed og Historie« (5895). í riti sínu hafði Bugge leitazt við að sanna, að kvæði hinna elztu skálda (Braga gamla og Þjóðólfs úr Hvini) sjeu ekki eptir þá, sem þau eru eignuð í íslenzkum ritum; þau geti ekki verið eldri en frá síðari hlut 10. aldar, og ræður hann þetta einkum af ýmsum orðmyndum, er komi fyrir í þessum kvæðum, en sem hljóti að vera yngri en skáld þau, er kvæðin sjeu eignuð. Þannig hafi i og u eklá verið fallið burt í þolfalli á dögum Braga; menn hafi sagt: vini, muni, ströndu, en ekki vin, mun, strönd. Sömuleiðis hafi menn þá sagt: magur, sunur, meku, setu, glaöu, haöu, en ekki mógr, sunr, mjök, sjöt, glöö, höö, o. s. frv. Þetta styður B. með því að benda á, að þess konar óstyttar orð- myndir komi fyrir á nokkrum dönskum og sænskum rúnasteinum ffá 9. öld (t. d. strantu á hinum svo nefnda Röksteini) og í 3 útlendum rúnastafrófsskrám ffá 9. og 10. öld komi fyrir rúnanöfnin reidu, soulu, lagu (lagor), feu (0: reið sól, lögr, fé). Ennffemur segir B., að í kvæðunum komi fyrir orð, sem sjeu yngri en Bragi og runnin sje af útlendri rót. Þannig sje orðið lung (skip) írskt, en sumbl, fljóö, raukn engilsaxnesk og rósta franskt. Kenningarnar sjeu og flóknari en í öðrum hinna elztu kvæða. Þá bendi og tegund kvæðanna (skjaldarkvæði (og myndagerð á skjöldunum) og ættbálkskvæði) og bragarhættir á, að þau sjeu gerð eptir keltneskum fyrirmyndum. Þar sem Ragnarsdrápa loks sje bendluð við Ragn- ar loðbrók, þá bendi það og allt þetta á, að þessi kvæði geti ekki verið eptir þá Braga og Þjóðólf. í ritgerð sinni leitast nú dr. Finnur við að hrekja allar þessar ástæður B. s. Kveður hann allar sannanir vanta fyrir því, að -i og -u hafi ekki verið fallið burt í Noregi um 825, þótt einstöku dæmi finnist til hins gagnstæða í Danmörku og Svíþjóð, enda bendi kvæði, sem áreiðanlega sjeu frá miðbiki 10. aldar, á, að þessir hljóðstafir hafi fallið burt löngu áður en þau voru ort. Hafi einkurn Höf- uðlausn Egils Skallagrímssonar mikið sönnunargildi í þessu efni, því hún sanni, að svo hafi verið um 870, eða um það leyti er ísland byggðist, og sje þá vart hægt að neita þvf, að Bragi hafi ekki getað haft sömu orðmyndir. Hinar út- lendu rúnastafrófsskrár kveður dr. F. heldur ekkert sanna, einkum af því að svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.