Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 27
107 þegar áin væri ófær á ferju, væri honum bezt að láta heimamenn sína bara sitja heima á rassinum, karl minn, eins og forfeður okkar hefðu gert. Reyndar þorði maðurinn ekki að færa Sigvalda þessi skilaboð. En hann gat ekki stillt sig um að segja vinnufólkinu þessa fyndni ferjubóndans, og gerði það ekki með meiri varkárni en svo, að Sigvaldi heyrði hvert einasta orð. Einhvern tíma niundi Sigvaldi hafa þykkzt til rnuna við slíka orðsending, því að hann skildi vel, að þetta var sneið fyrir fram- kornu hans í brúarmálinu. Nú var hryggðin og hræðslan svo rík í hug hans, að veruleg reiði út af öðrum efnurn komst þar ekki fyrir. En það var eins og þessi napuryrði söguðust inn í sál hans; og nýjum þrautum ollu þau þar. Og svo jók það mjög óróleikann, að ekki skyldi hafa náðst í meðalið. Læknirinn hefði víst ekki farið að senda eptir þvi, ef hann hefði ekki talið það mjög áríðandi. Hann varð að hafa tal af lækninum og fá að vita eitthvað meira um þetta. Svo hann rölti frarn í stofuna. Það lá við, að lækninum rynni til rifja, þegar hann sá, hve Sigvalda var brugðið. Það var eins og hann hefði elzt til muna á fáeinum klukkustundum. Kinnarnar sýndust rýrari og andlitið lengra, og það hafði misst mestallan kraptinn, sem í því hafði verið um morguninn. Læknirinn tók honurn kurteislega, en var fálátur. »Hún er fárveik,« sagði Sigvaldi. »Já, hún er mjög veik,« sagði læknirinn. »Jeg held, henni sje að versna.« »Já, henni er að versna.« »Heyrið þjer,« sagði Sigvaldi og skalf i honum röddin, »þjer haldið þó ekki, að hún muni deyja?« »Það veit jeg ekki,« sagði læknirinn. »Það getur enginn vitað nema guð.« »Nei, nei — það getur enginn vitað nema guð. En það er ekki líklegt — það er dæmalaust ólíklegt — er það ekki?« »Hún er í mikilli hættu.« »Já, hún er líklegast í mikilli hættu. En hún, sem er svo ung og hraust, hún ætti að hafa það af—finnst yður ekki?« »Því er nú miður, að hún er ekki hraust. En maður vonar alls hins bezta. Ekki batnar henni við það, að við förum að ör- vænta.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.