Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 57
137 Tynwald er sama orð og f’ingvöllur, en er brúkað um hól, senr stendur á vellinum og er lögberg þeirra Manarbua. Pingmenn neðri deildar Manarþings (The House of Ke.ys) eru goðarnir, sem skipa lög- rjettu. Var hún áður i.heiðnu hoíi, en nú sitja þeir, tvær tylftir manna, (á Oxarárþingi voru fjórar tylftir í lögrjettunni) í kórnum í St. John’s Chapel. Úr hofi þessu ganga þeir hátíðisgöngu til lögbergs og er það lögbergsgangan eða dómaútfærslan á Öxarárþingi. Virðist þetta allt vera með sama sniði og var við Öxará. I fararbroddi gengur jarl (Governor) og biskup. Þá tveir »deemsters« (dómstjórar) og eru þeir lögsögumenn. Víkur þvi svo við, að i fyrnd- inni voru tvö þing á Mön og sinn lögsögumaðurinn á hvoru. Var þeirn svo steypt saman, en lögsögumenn hafðir tveir eptir sem áður. f*á gengur næst efri deild (the Council) og síðan neðri deild. Tegar við Caine komum á Þingvöll, voru þar fyrir margar þúsundir manna. Var þar reist tjald við tjald, en fánar blöktu við. Mikill ys og þys var milli búðanna og þótti mjer um stund sem alþingi hið forna væri risið upp úr gröf sinni, þó ekki bæri á hinum dýrðlegu furðu- verkum, sem náttúran hefur reist við Öxará. Manarþing er jafngamalt alþingi. Pað var stofnað á dögum Orry (Orra) konungs, á tiundu öld. Guðsþjónusta var fyrst haldin í kapellu Jóhannesar. Síðan gengu þingmenn traðirnar til lögbergs og voru þær alskipaðar hermönnum með brugðnum sverðum. Jarl gekk fyrstur. Heitir hann Sir West Ridgeway og er tigulegur maður sýnum. Hann var í gullsaumuðum fötum, og hið forna konungasverð Manar'var borið fyrir honum og vissi oddurinn upp. Þá gekk biskup í skrúða sínum, þá klerkar og lögsögumenn. Pingmenn efri deildar gengu næst. Sú deild er skipuð þessum mönnum: biskup, yfirdómari (attorney-general), tveir lögsögumenn (deemsters), Clerk of the rolls (skjalavörður), ivater-bailiff (umsjónavmaður fiskiveiða), receiver-general (landfógeti), archdeacon (erkidjákni) og vicar-general (officialis). Eru þeir allir skipaðir af Englandsstjórn nema vicar-general, sem er skipaður af biskupi. Neðri málstofan heitir, sem áður er sagt, Hoase of Keys og er skipuð 24 mönnum. Guðbrandur Vigfússon hjelt að Keys væri leitt af sagn- orðinu að kjósa, en prófessor Rhys heldur það sje komið af keltnesku orði, sem þýðir 24. Eynni Mön er skipt í 6 umdæmi, sheading (skeið- þing þ. e. hjerað, sem skylt er að búa eina skeið), og velur hvert þeirra 3 menn, en bæirnir Castletown, Peel og Ramsey (Rafns-ey) 1 þing- mann hver og höfuðborgin Douglas 3 þingmenn. Pingmenn eru kosnir til 7 ára og verða að eiga tiltekna upphæð í fasteign og fje til kjör- gengis. Kosningarrjett hafa allir karlmenn, sem eru leiguliðar eða jarð- eigendur, og allir kvennmenn, sem eru jarðeigendur. Þingmenn voru sjálfkjörnir, líkt og goðarnir á íslandi, til 1866. Pað ár ljetu þeir það framganga, að þeir skyldi kosnir með almennum kosningum, gegn þvi að þeir fengju i staðinn að ráða, hvernig varið væri tekjuafgangi Manar. Um leið samdist með þeim, að Mön skyldi greíða árlega 180,000 krónur til her- og flotakostnaðar Bretaveldis. Árstekjur Manar eru rúmlega 70,000 pund (1,260,000 kr.) og út- gjöld rúmlega 5 0,000 pund eða allt að miljón króna. Pegar þess er gætt, að Mön er aðeins hundrað sjötugasti og sjötti partur Islands (2270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.