Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 44
I24 bæjum. — Ýmislegt hafa þó slímhinnurnar sjer til styrktar í því, að verja bakteríunum inngöngu. Þannig má nefna magasýruna, sem drepið getur margar bakteríur, svo og bifhárin (Fimrehaar) í öndunarfærunum, sem alltaf eru á iði og sópa upp aptur ryki og bakteríum, sem inn hafa slæðzt með loptinu. Fyrir þvag- og kyn- færi hefur það og þýðingu, að þvagið og mjólkin eru súrefnislaus. Þótt vel sje nú um búið frá náttúrunnar hendi, tekst bakterí- unum samt, optar en vera skyldi, að komast inn í likamann, og byrjar þá þegar bardagi milli þeirra og frumlanna; en alltaf líður þó nokkur tírni, þangað til veikin kemur í Ijós, enda þurfa bakterí- urnar tima til að fjölga og framleiða svo mikið eitur, að um muni. Þessi tími kallast sóttdvali (inkúbatiónstími) og er hann mjög mis- langur fyrir hina ýmsu sjúkdóma, en fer opt og einatt eptir því, hversu vel eða illa dýrið er fyrir kallað. Sje dýrið hraust og efna- breytingin í góðu lagi, eða með öðrum orðum, hafi hver frumla fullan lífskrapt, þá eru líkindi til, að þær frumlur, sem taka fyrst á móti óvinunum, geti riðið þeim að fullu, og sýkin nái því í raun og veru ekki að brjótast út. Ef vjer viljum vernda húsdýr vor fyrir slíkum kvillum, er það því nauðsynlegt, að vjer útilokum allt það, er veikir líf og lífskrapt hverrar einstakrar frumlu og dýrsins í heild sinni, eða aílt það, er brjálar reglulegri efnabreytingu, og má þar fyrst telja illt og ónógt viðurværi og slœmt lopt, og er óhætt að segja, að elcki sje síður áríðandi að forðast hið síðarnefnda, þvi að fai ekki dýrið nóg súr- efni, þá stoðar ekki, þótt vel sje fóðrað. Þá skal og varast óhrein- læti og myrkur, því að bæði er það, að bakteríurnar elska þetta tvennt, svo er og ljósið nauðsynlegt öllum æðri dýrum, til þess að efnabreytingin sje í lagi. Kuldi og þreyta veita einnig bakteríum góða hjálp. —Væri þessa vel gætt, þyrfti eigi eins að óttast bakt- eríur (eða næma sjúkdóma), enda hefur það sýnt sig, að drepsóttir búpenings geisa hvergi eins hraparlega og á þeim stöðum, þar sem allur landbúnaður og hirðing eru á lágu stigi. Vjer höfum sjeð, að aðalvopn bakteríanna er eitur þeirra, og skal nú farið nokkrum orðum um þau meðöl, sem dýrin hafa sjer til varnar og viðreisnar, og vil jeg taka til dæmis og lýsa stuttlega því, er gjörist i sári, sem graptrarbakteríur hafa komizt og þróazt í. Það er langt frá því, að öll sár sjeu jafn-vel löguð til þess, að bakteríur geti lifað og dafnað í þeim. Þannig er miklu hættara ,við, að ígerð korni í sár, sem eru marin eða rifin, en í sár, sem eru skorin með beittum hníf, og kemur það einkum af því, að í hinu skorna sári eru frumlurnar svo að segja að eins aðskildar, en í mörðu sári hafa þær kramizt og skaddazt svo mjög, að lífs- kraptur þeirra er meira eða minna brotinn, og því geta þær ekki veitt bakteríunum eins vel viðnám. Skömmu eptir að graptrarbakteríurnar eru komnar í sárið, tökum vjer eptir því, að barmar þess taka að bólgna, verða rauðir og heitir; úr því vætlar fyrst tær vökvi, sem smám saman grugg- ast meir og meir, og verður loks íþykkur og ljósgulur að lit. Við nánari rannsókn (í sjónauka) sjest, að bólgan stafar frá því, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.