Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 6
86 inn og takmarkið — eða, rjettara sagt, hann var orðinn að fjalli, sem skyggði á allt annað. I málefnum sýslu sinnar og sveitar hafði Sigvaldi tekið mikinn þátt. Hann var með efnuðustu bændunum í sýslunni, og fáir rjeðu þar jafn-miklu og hann, af því er alþýða manna átti yfir að ráða. Og með öðrum dugnaðar- og framkvæmdarmönnum hafði honum tekizt að fá því framgengt, að aldrei skyldi neitt vera gert af því, er aðrir ætluðust til, að menn gerðu sameiginlega — og þar af leiðandi engu eytt til þess. Hann sýndi staka framtakssemi í því, að vinna móti eyðslunni, taldi sjaldnast eptir sjer að fara langar ferðir, til þess að bollaleggja með heldri bændunum, hvernig sporna skyldi móti hinu og öðru, sem öðrum mönnum ljek hugur á að fá í framkvæmd, og til þess að telja'um fyrir hinum lítilsigldari. Og þegar hann var kominn inn til þeirra með stóra, höttótta höfuðið, snjóhvítan skallann og ennið, en dökkmórautt niðurandlitið, háu, loðnu augnabrýrnar, og úlfgráa, síúfna hárkragann aptur frá eyrunum, þá fjekk hann venju- lega talið þá á sitt mál. Ekki svo að skilja, að hann hefði veru- lega sannfært þá —• röksemdaleiðsla hans var ekki sem ljósust og ekki vel sannfærandi — heldur buguðust þeir af alvörunni, dugnað- inum og ákefðinni í þessum gamla, efnaða manni, sem aldrei ljet nokkurn bilbug á sjer finna í neinu, sem hann hjelt fram, og þeim þótti svona einhvern veginn vissara, að vera þeim megin, sem hann var; enda hafði hann opt gert þeim einhvern greiða. »Hvað eigum við t. d. að gera, karl minn, með alla þessa skóla og umgangskennara og gufuskip og verzlunarfjelög og stór- brýr, og allan þennan óvanda, sem verið er að troða upp á okkur?« sagði hann opt. »Það er bara til að eyða og spenna, karl minn. Kannske þú haldir, að forfeður okkar hafi haft ógrynni af skólum og umgangskennara og gufuskip og verzlunarfjelög og stórbrýr? Ekki alveg. En það voru piltar, sem kunnu að búa, karl minn. Við skulum fara að öllu skynsamlega.« Það bar við, að honum var svarað því, að þegar nokkuð hefði verulega á bjátað fyrir forfeðrum vorum, þá hefðu menn hrunið niður unnvörpum, og 'það væri eiginlega ekki sem bezt meðmæli með fyrirkomulaginu hjá þeim. Ekki væri óhugsandi, að svo hefði farið einmitt af því, að engu hefði verið eytt til þess, að búa alþýðu manna undir að taka móti hörmungunum og hjálpa henni til að standast þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.