Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 46
12 6 miða beinlínis eða óbeinlínis að því, að styrkja dýrið, en veikja bakteríurnar. Læknað, í orðsins ströngustu merkingu, geta dýra- læknar ekki, heldur hjálpað náttúrunni eða sjúklingnum til að lækna sig sjálfan; sje hann svo að fram kominn, að hann geti ekki notað hjálpina, þá getur læknirinn heldur ekkert; auðvitað getur almenningur ekki sjeð, hvernig veita skuli hjálpina í hvert einstakt skipti, en svo mikið er víst, að hver bóndi á Islandi get- ur verið læknir dýra sinna að því leyti, sem hann með góðri með- ferð og hirðingu getur styrkt þau í baráttunni fyrir tilverunni. Opt getum vjer vegið beint að óvinunum og höfum vjer þá að vopnum ýms meðöl, er vjer vitum, að bakteríur þola illa eða ekki, og kallast þau bakteríudeyðandi eða rotnan-eyðandi (Antisep- tica). En því miður hefur ekkert slíkt meðal fundizt enn, að það hafi ekki líka einhver skaðleg áhrif á frumlurnar, enda eru öll þau, er skæðast drepa bakteríurnar, meira eða minna eitruð dýrunum, og er það því hugmark vísindamanna, að finna það meðal, er drepi allar bakteríur, en gjöri sjúklingnum ekkert mein, og þótt það náist aldrei til fulls, þá nálgast menn þó stöðugt takmarkið. Meðöl þessi koma því að beinustu og beztu gagni, til að drepa bakteríurriar, áður en þær komast inn í líkama dýranna (Desinfec- tion); þó hafa þau og komið að miklum notum, til að eyða bakt- eríum þeim, er lifa í útvortis sárum, og eru því opt kölluð ,sára- meðul’. Það er þeim að þakka, að nú á dögum er hægt að skera menn og dýr á hol hættulítið, en við slíka holdskurði (Operalion) nota menn þau mest til að verja bakteríum í sárið, þannig að með þeim eru drepnar allar þær bakteríur, sem kunna að vera á þeim líkamshluta, er skera á, svo og skurðarfærum og höndum hold- skerans. Af sárameðölum mun karbólsí/ran vera einna kunnust; upplej^st og þynnt með vatni (2 til 5 hl. karbólsýru í 100 hl. vatns) er hún talsvert skæð bakteríum, en hún er líka talsvert eitruð frumlunum og tefur fyrir gróðri sársins; en takist að drepa allar bakteríur, þá er ekki horfandi í, þótt sárið skaðist nokkuð, enda grær það þá þeim mun fljótar á eptir. Það er því ekki rjett, sem margir ætla, að karbólsýran og önnur lík efni hafi beinlínis græð- andi áhrif á sárin, það er miklu fremur svo, að af tvennu illu veljum vjer hið skárra; með illu skal illt út reka. Karbólsýran er unnin úr tjöru, sem einnig er dágott meðal gegn bakteríum, enda er hún mjög notuð til að verja sár t. a. m. eptir hófskurði. Úr tjöru fást einnig mörg önnur bakteríudeyðandi efni, t. a. m. lýsól og kreólín; bera þau mjög af karbólsýru, því bæði eru þau minna eitruð og drepa þó bakteríur fljótar og áreiðanlegar, einkum þó kreólínið, sem kallast má óeitrað. Sem sárameðal má og nota matarsalt og sykur, enda hefur hvorttveggja þessara efna talsverða bakteriudeyðandi verkun, er kemur að gagni við geymslu á kjöti og ávöxtum. Auk þeirra, er hjer hafa talin verið, mætti teljá upp fjölda meðala, er hafa líka verkun, en hjer er ekki rúm til þess. Loks skal farið nokkrum orðum um ómóttæki (Immunitet), sem ekki hefur litla þýðingu fyrir dýrin, þegar um bakteríuveikindi er að ræða. Menn hafa fyrir löngu tekið eptir því, að sum dýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.