Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 47
127 eru ómóttæk (immun) fyrir ýmsar bakteríur eða þá sjúkdóma, er þær valda. Þannig fá naut ekki bráðafár nje hestar hundapest o. s. frv., og vitum vjer ekki gjörla, i hverju það liggur, Einnig hafa menn tekið eptir því, að ýmsir næmir sjúkdómar (bakteríu- sjúkd.) taka dýrið ekki nema einu sinni og hefur það leitt til þess, að tekið var að bólusetja, þ. e. a. s. framleiða sjúkdóminn í ljettari mynd með því, að setja veiklaðar bakteríur í dýrið og gjöra það þannig ómóttækt fyrir aðrar skæðari. Ekki eru menn á eitt sáttir um það, í hverju ómóttækið liggi, og skal jeg að eins geta hinna helztu skoðana á því máli. — Sumir ætla, að í líkama dýranna sjeu ákveðin efni, sem nauðsynleg sjeu bakteríunum til eldis, og þegar þau sjeu eydd af bakteríum, sem einu sinni hafa í þau komizt, þá geti ekki aðrar af sömu tegund haldizt við í sama dýri. Þannig mætti ætla, að bráðafársbakterian geti ekki fengið þá næringu, er bezt á við hana, annars staðar en hjá sauðkindinni, og það einmitt þeirri, sem ekki hefur haft bráða- fár áður. Aðrir ætla ómóttækið í því fólgið, að frumlur dýrsins, og þá einkum hvítu blóðkornin, geti við æfinguna magnazt svo mjög, að jafnvel skæðustu bakteríur standi þeim ekki á sporði. Enn er sú skoðun — og er hún yngst og jafnframt sennilegust —, að bakteríurnar og eitur þeirra verki þannig á frumlurnar, að þær framleiði gagneitur (Antitoxin), sem svo sumpart drepi bakteríurnar sjálfar og sumpart deyfi eitur þeirra, eða, ef svo mætti að orði komast, að bakteríur og frumlur spýtist eitri á; gagneitur þetta geymist svo í blóðvatni dýrsins og verji það síðar fyrir sams konar bakteríum. A þessu byggjast blóðvatnslækningar, en frá þeim er nánar skýrt í i. árgangi EIMREIÐARINNAR, og er eigi ólíklegt að með þeim takist, þegar tímar líða, að verjast og lækna flesta eða alla bakteríusjúkdóma. Magnús Einarsson. Grímur Thomsen. Að því er mjer virðist, er það fyrst nú á hinum síðari árum, að augu manna hafa fullkomlega opnazt fyrir kveðskap Dr. Gríms Thomsens. Jónas náði fljótt rótfestu, þótt hann mætti mótspyrnu í fyrstu, og aðal- skáldin, sem rísa upp eptir hann, slá marga hina sömu strengi, hver auðvitað á sinn hátt: Jón Tbóroddsen, Gröndal, Steingrimur, Matthías o. fl. Grímur fer einn sinn veg. Hann fær líklega aldrei mjög fjöl- mennan hóp lesenda, en það er hinn mentaðri hluti þeirra manna, er kvæðum unna, sem skilur hann. Pó er ekkert af skáldum vorum ís- lenzkara en hann. Og satt er það, að ýms af kvæðum bans, svo sem »A Sprengisandh, njökulsá-á Sólheimasandi«-, »A fatur« o. fl., eru fyrir löngu orðin alþýðueign og eru í hvers manns munni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.