Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 39
ef það væri tekið í tíma, þá gagnar það ekki, ef eitt eða fleiri af þörfnstu lífíærum hennar eru þegar'eyðilögð. Ekki er samt svo að skilja, að þetta sje öldungis ný uppgötvun, því að það vissu menn fyrir löngu, að varast mátti ýmsa þá sjúk- leika, er orsakir þekktust til. En í því lá ógæfan, að menn þekktu svo lítið til sjúkdómsorsakanna, og stöndum vjer nú miklu betur að vígi í því efni. Það er fyrst á síðustu 2—3 áratugum, að vís- indamenn hafa komizt að raun um, að fjöldi sjúkdóma hefur rót sína að rekja til ýmsra smákvikinda, er menn höfðu ekki áður hugmynd um, og hugðu því sína orsökina í hvert skiptið valda sömu veikinni, er vjer nú þekkjum eina ákveðna aðalorsök til. Vjer vitum þannig, að fjöldi veikinda, bæði manna og dýra, stafar frá því, að ofurlitlir snikjugestir taka sjer bólfestu i þeim eða á, og gjöra þar ýmist, að eyða fæðu líkamans eða framleiða ýms banvæn efni eða þá hvorttveggja, og að þessar smáverur sjeu hin sanna orsök, sjest á því, að sjúkleikurinn kemur og hverfur með þeim. — Þessar snikjuverur geta verið bæði dýrakyns, svo sem kláðamaur, bandormar o. fl., og jurtakyns, svo sem bakteríur. Flestir munu kannast við kláðamaurinn, sem svo að segja sýgur og etur skepnurnar upp lifandi, og það vita menn, að hezta og eina ráðið við kláða er, að forðast eða drepa maurinn. Eins vita víst flestir, að sullaveikinni veldur bandormur einn, er lifir í görn- um hundanna og að annar bandormur hjá hundum veldur höfuð- sótt í fje, og geta menn því varast veikina að mestu, ef þeir hirða um. En þótt það sje mjög títt, að sníkjudýr valdi kvillum, þá eru þó bakteríuveikindin miklu tíðari, og má óhætt segja, að tala þeirra fari sifellt vaxandi, þvi að nær árlega finnast nýjar bakteriur valdar að sjúkdómum, er menn áður hugðu af öðru komna, og þar eð allflestir hinir skaðlegustu húsdýrasjúkdómar á Islandi munu vera þessarar tegundar, þykir vel til fallið, að fara hjer nokkrum al- mennum orðum um bakteríur og þýðingu þeirra fyrir dýrin, og helztu ráð og meðöl, er vjer höfum til að verjast skaðsemi þeirra. En því miður getur greinarstúfur þessi rúmsins vegna eigi orðið nema örstuttur og efnið því meira eða minna í molum. Bakteríur telja menn almennt til jurtaríkisins, en þó vilja sumir setja þær mitt á milli dýra og jurta, þar eð opt er torvelt að segja, þegar um lægstu verur er að ræða, til hvors flokksins heimfæra skuli. Eigi eru þær sem æðri dýr og jurtir byggðar af mörgum frumlum, heldur eru þær ein einstök frumla hver fyrir sig. Að stærð og lögun geta þær verið mjög mismunandi; eigi er þó unnt að sjá þær nema í sjónauka, og verður hann að stækka mörg hundruð sinnum og þarf þó opt að lita þær áður, þar eð hinn eðlilegi litur þeirra er vatnslitur eða lítið eitt gráleitari, og því illt að greina þær frá þeim vökva, sem þær eru í. Sumar þeirra eru hnöttóttar (Mikrokokker, hnoðlur), aðrar eru eggmyndaðar (ovale Bakterier, egglur), enn aðrar eins og smáþræðir (Baciller, þvenglur) eða þá undnar upp eins og tappatogari (Spiriller, snurðlur), og er opt hægt að ákveða af lögun þeirra og litun — sumar litast allar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.