Eimreiðin - 01.05.1896, Page 5
85
II.
Læknirinn var kominn og seztur að í stofunni á Hóli. Mar-
grjet hafði verið fálát við hann, eins og flestar íslenzkar stúlkur
eru við ókunnuga menn, og lítið hafði hún verið hjá honum —
að eins fært honum fram í stofuna það, sem hann þurfti, og svarað,
þegar hann yrti á hana, mest einsatkvæðisorðum. En furðanlega
vel hafði hún samt tekið eptir honum. Og hún var i standandi
vandræðum með að komast að niðurstöðu um, hvort henni litist
nokkuð vel á hann eða ekki. Stundum fannst henni hann lag-
legur, stundum ólaglegur. Það var eptir því, hvernig hún leit á
hann. Hann var lágur rnaður, kubbslega vaxinn, fast að þrítugu.
Andlitið var heldur breitt, kinnbeinin nokkuð há, munnurinn
nokkuð stór, nefið nokkuð söðulbakað. Fríður var hann ekki.
En hendurnar voru fallegar, hvítar og smáar -— hún var ekki í
rónni, fyr en hún var gengin úr skugga um, að hann þyrfti samt
stærri hanzka en hún sjálf; og svo voru neglurnar einstaklega vel
hirtar. Hárið var svart og rnjúkt sem silki. Augnaumbúningurinn
var sterklegur og fallegur. En einkum tók hún eptir einkennilega
þunglyndislegum og þó glettulegum svip í móleitu augunum á
honum, sem sjerstaklega kom fram, þegar hann horfði þegjandi
fram undan sjer og festi ekki augun á neinu. Og svo var á hon-
um einhver hægð og stilling, sem hún kunni einstaklega vel við
— eitthvað, sem ósjálfrátt kom þeirri hugsun inn hjá manni, að
hann hugsaði sig vel um allt, sem hann segði og gerði, og fyndi
aldrei verulega til þess, að hann ætti neitt annríkt.
Sigvaldi hafði tekið lækninum með kostum og kynjum. Hann
var manna gestrisnastur; og meðan honum fannst læknirinu vera
gestur sinn, var honum ekki umhugað um annað fremur, en að
dvölin yrði honum sem ánægjulegust á Hóli. En þegar hann fór
að venjast honum sem heimamanni, fór geðvonzkan að koma til
sögunnar. Því fór líka fjarri, að honum gætist að skoðunum lækn-
isins — nje að honum gætist að honutu að neinu leyti.
Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir í flestum efnum, en þó
einkum almennum sveitar- og landsmálum. Og það var ein aðal-
hugsjón, sem ríkti í þeim öllum — sparnaöurinn. Öbeitin á því
að bruðla með almennings fje var orðin svo megn hjá Sigvalda,
af stöðugum prjedikunum hans sjálfs um það efni, að sparnaðurinn
var í hans augum orðinn bæði upphafið og endirinn, bæði vegur-