Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 2

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 2
2 [EIMHEIÐIN Skifting láðs og lagar. Vér könnumst öll við frásögn biblíunnar um það, hvernig lönd og höf urðu til: »Guð sagði: Safnist vötnin undir himninum í einn stað, svo að þurlendið sjáist. Og það varð svo. Og guð kallaði þurlendið jörð, en safn vatnanna kallaði hann sjó«. Það var eigi kyn þótt menn rækju fljótt augun í þessa miklu skiftingu á yfirborði jarðarinnar, því að fátt mun hafa meiri þýðingu fyrir mennina og grípa óþyrmilegar inn i alla rás mannkyns- ævinnar, en þessi skifting og það hvernig hún er. Hugs- um oss t. d. að öllu þurlendi á jörðunni væri skipað í samfellu á og umhverfis annað heimskautið. Menn geta spurt, hvort nokkurt mannkyn hefði þá nokkru sinni orðið til. Þurlendið er bústaður mannanna og heimkynni flests þess, er þeir við þurfa, og skipulag þess er því ein megin-undirstaðan undir öllum lifskjörum þeirra. En hvernig hefir nú þessi skifting orðið? Hvaða öfl voru það, sem störfuðu að því, að reisa þennan grund- völl, vísast miljónum ára áður en menn tóku að byggja þessa jörð? Hugsum oss nú, að vér höfum fyrir oss jarðlikan og virðum þessa skiftingu fyrir oss. Það fyrsta, sem vér tökum þá eftir, er það, hve miklu stærri flöt höfin þekja en löndin. Fimm sjöundu hlutar af yfirborði jarðarinnar eru þaktir hafi, en löndin eru aðeins tveir sjöundu. Ef vér svo athugum nánar skiftingu þessa, þá gæti fyrst litið svo út, sem Iöndunum væri dreift af handa hófi um hnöttinn. En vér munum þó fljótt geta fundið, að svo er ekki með öllu. í allri óreglunni er ýmislegt, sem bendir á, að lönd og höf muni þó hafa skiftst eftir einhverri reglu. Fyrst sjáum vér, að miklu meira er af löndum á norður-helmingi jarðar. Suður-helmingurinn sýnist vera nálega eingöngu úthaf. Pá veitum vér því eftirtekt, að löndin eru furðu mörg með þríhyrningslögun. Að vísu eru þessir þríhyrningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.