Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 9
HílMREIÐINl SKIFTING LÁÐS OG LAGAR 9 om slórum himinlíkama, sem vér þekkjum, að hafa neina ^aðra lögun en þá, sem mjög nálgast hnattmynd. Vér sjáum þá, að högum jarðarinnar er eigi ólíkt ^komið og högum útblásna fjórflötungsins, sem ýmist er folásið fastar í, eða slakað á. Iður jarðarinnar smáþjapp- ast saman, en þá verður jarðskorpan að taka á sig nokkuð -af lögun fjórflötungs. En miðflóttaaflið, sveiflan, kippir henni í kúluformið jafnharðan, en þó altaf minni og minni kúlu. Þetta stríð milli tveggja voldugra afla, heldur því jörðu vorri í kúlulögun með ofurlitlum keim af fjór- flötungi, nógum til þess, að vatnið á jörðunni skipar sér á hliðar hans í aðaldráttunum, eins og áður hefir verið lýst. Skoðun þessi styðst þvi ekki aðeins við skipun láðs og lagar, eins og vér getum athugað hana á jarðlíkani, heldur og við hugmyndir ýmsra beztu manna um myndun jarðarinnar og ævikjör. Ýmsum kynni nú að virðast, að beinasta leiðin til þess að sanna eða ósanna þessa kenningu, væri sú, að mæla jörðina, og athuga á þann hátt, hvort lögun hennar væri í raun og veru þessi. En þelta er ekkert áhlaupaverk. þó hafa menn fundið, að jörðin er ekki nákvæmlega kúlu- mynduð, heldur lítið eitt flöt um heimskautin, og er það oðlileg afleiðing af því, að snúningssveiflan er mest, þar aem fjarst er snúningsás jarðarinnar, eða um miðbikið. En mönnum kemur heldur ekki saman um það, hvort jörðin sé rétt hnattmynduð að öðru leyti, og liggur næst að likja jörðinni ekki við neitt annað en sjálfa sig og kalla hana, eins og Herschell gerði, jarðmyndaða. Yfir- leitt sýnist lítið græðast á slíkum mælingum enn sem komið er. En það, hvernig höfin skipa sér á yfirborði jarðarinnar, bendir á ákveðnar, stórar en grunnar dældir, og þær eru, eins og sagt hefir verið, nokkurn veginn eftir fjórflötungslagi. Eftir þessum bókum* er jörð vor að smáminka. En þó •er hægt að hugga þá, sem nú lifa, með því, að þetta fer mjög hægt, svo að hvorki þurfa þeir né börn þeirra og barnabörn í nokkur hundruð liðu að óttast þröngbýli af þeim sökum. Eftir klettum og jarðmyndunum, er sýnast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.