Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Side 5

Eimreiðin - 01.01.1919, Side 5
EIMREIÐIN] SKIFTING LÁÐS OG LAGAR 5 og böfin þekja af yfirborði jarðar. Til þess að átta sig sem best, er haganlegast að reka bandprjón gegnum bringinn, sem N er markað á og hornið andspænis hon- um og stinga svo prjóninum í korktappa, svo að það geti staðið á borði. (Sjá 3. mynd). Hugsum oss nú, að utan á þessum fjórflötungi væri vatn, er haldið væri af aðdrátlarafli hans. Þá er það Ijóst, að það mundi safnast á fletina fjóra, af því að þeir eru lægri (nær miðju) en bryggjurnar og hornin. Og ef vatnið væri svo mikið, að það þekti f/7 af yfirborði fjór- flötungsins, þ. e. jafnmikið hlutfallslega og sjórinn hyl- er af yfirborði jarðarinnar, þá mundi vatnið þekja rniðju fiatanna og mætast á miðjum bryggjunum. Skift- ing láðs og lagar á fjór- flötungnum yrði þá á þessa ieið: Efst væri kringlótt haf (N) er svaraði til Norður- íshafsins á jörðunni. Þá tækju við þrjú meginlönd, er næðu nálega i hring eftir táréttu bryggjunum, og teygðu sepana niður (eða suður) oftir hinum þrem bryggjunum. Það svarar til meginland- anna Ameríku, Evrópu-Afríku og Asíu-Ástralíu. Og loks væri neðst »land« umhverfis það hornið, sem niður veit. Það mundi svara til Suðurpóls-meginlandsins. Höfin, sem á milli eru, svara til Kyrrahafsins, Atlantshafsins og Ind- landshafsins. Þau mjókka norður, en lykja alveg um jörðina að sunnan. Því verður ekki neitað, að þessi skipun láðs og lagar á fjórflötungnum er átakanlega lík því, sem er á jörð- unni, líkari en svo að lilviljun geti öllu um það ráðið. Ef vatn hyldi fjórflölung að fimm sjöunda hlutum, mundi skipun láðs og lagar vera sú sama sem nú er á jörðunni, i öllum höfuðdrátlum. Aðalmunurinn er þessi: Lögun landa og hafa er ekki

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.