Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Síða 63

Eimreiðin - 01.01.1919, Síða 63
EIMREIÐIN'l ritsjá 63 araverk. Frumleikur er ágætur, en pað er einhver lína, sem ekki má fara yflr, og hún hefir, að mínum dómi, ekki verið nógu íjós í meðvitund Guðmundar. Rangað til núna! í þessum »Tíu sögum« er Guðmundur jafn frumlegur og djarfur og áður, en ávalt innan vébanda þess, sem vel fer á. Eg hika ekki við að segja, að þær eru hið besta, sem eftir hann liggur á þessu sviði. Þessi bók er verulegur viðbætir i skáldsögubókmentum vorum. Væri gaman að rita ýtarlega um hverja sögu fyrir sig, en þess er nú því miður enginn kostur hér, rúmsins vegna. En þó vil eg geta þeirra allra. 1. Afi og amma. Petta er eiginlega ekki skáldsaga, heldur nokkurskonar lýsing. En hún er meistaraleg, og það er jafnan mjög hæpið, að setja takmörk fyrir þvi, hvernig smásaga eigi að vera. Niðurlagið eitt spillir. Lofa svo einn, að þú lastir eigi annan. Afl og amma eru jafn góð og göfug, þó að svo sé guði fyrir þakkandi, að enn er til gott og göfugt fólk á landi hér — og ekki alstaðar svelta í búi. 2. Malpoka-Mangi. Pessi saga hefir þann mikla formgalla, að skáldið sýnist fyrst ætla að lýsa Malpoka-Manga, en svo kemur það upp úr kafinu, að sá er ekki tilgangurinn, heldur er hann að eins munnur skáldsins til þess að segja frá alt öðru. Að öðru leyti er sagan bæði skemtileg og vel rituð. Lesandinn er sjálfur á hleri með Malpoka-Manga, svo eðlilega er sagt frá öllu. 3. Ábyrgð. Snild Guðmundar i því, að draga upp skýrar per- sónur, kemur hér fram. Geðvonskan og smásálarskapurinn í Árna, geðprýði ágætiskonunnar Bjargar og fleðulæti Árna kaup- manns, er alt jafn Ijóst. 4. Frá Furðuströnd. Þessi saga er mjög laus í sér. Sýnist ætla að verða lýsing á heimilislifi, en snýst svo upp í draugásögu. 5. Neisiaflug. Nöpur háðssaga um sjálfstæðisberserk, sem bölvar Dönum í sand og ösku, en sleikir út um, er hann fær fríðindi, þó þau séu bundin við »Dani«, um bannmann, sem drekkur og þjóðhetju, sem brennir ofan af sér og öðrum kofann, til þess að fá vátryggingarféð. 6. Geiri húsmaður. Oft liefir því verið lýst, hvernig móður- ástin breytir heigli í hetju, en hér er lýst einstæðingi, sem elskar svo rollurnar sinar og hestinn, að sú ást breytir einföldum meinleysingja i hetju og speking — svo að hann vinnur sigur. Sagan er meðal okkar bestu. 7. Mannamót. Hér sjáum vér ungmennafélaga, fræðslu- og sjálfstæðisberserk, leiða hest sinn á móti gömlum sveitabónda. t*að er nýi, illi tíminn gegn góða, gamla tímanum. En höf- undi tekst ekki vel. Hann á auðvelt með að gera Jón i Alviðru að fífli, en honum tekst ekki jafn vel að gera Ásgrím á Tjörn að vitmanni. Öddvitinn er vitmaðurinn, en hann kemur aldrei

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.