Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 50
50 PJÓÐVÍSA [EIMREIÐIM Og þær gengu þöglar brott og hvísluðu: — í*að gengur eilthvað að henni Önnu Maríu. Og fólkið í bænum sagði, er það sat að miðdegisverði: — Anna María er hætt að láta sjá sig úti. Hún lokar sig inni. Pað hlýtur eilthvað að ganga að henni. Veturinn kom, það frysti, ísalög komu. Og Kristín kom og kallaði: — Anna María, það er komið svell. En Anna María svaraði ekki. Og Kristín ýtti í Grétu og sagði: Spyr þú, Grétal Og Gréta kallaði: — Anna María, það er komið svell. Það er spegilfagurt. En Anna María svaraði ekki. Og Gréta ýtti í Láru og sagði: Spyr þú, Lára! Og Lára kallaði: — Anna María, það er komið svell. Það er spegilfagurt. Piltarnir eru að spyrja að þér. En Anna María svaraði ekki. Svo hættu þær. Og alt varð hljótt. En neðan frá vatninu hijómaði: Stattu’ upp, rósin min, stattu’ upp, brúðan mín, stattu’ upp, kæra vina, ástkærasta yndið mitt, yndið mitt, yndið mitt! Og undir tók í hæðunum. — Yndið mitt, yndið milt! Anna María sat og starði á hringinn. Hún gat ekki skil— ið það. Hún gat ekki gert sér grein fyrir því. Henni hafði hann verið tákn eilífðarinnar. — Af hverju ertu sýknt og heilagt að lesa, pabbi minn? — Eg er að leita sannleikans, Anna María. — Er þá iiokkur sannleikur til, pabbi? Er ekki alt lýgi? Pá hóf gamli maðurinn stóra, gráhærða höfuðið sitt og leit á Onnu Maríu. Hún var orðin ásýndum grönn eins og skuggi, en hárið Ijómaði. Hár Önnu Maríu Ijómaði eins og rúður Frúarkirkjunnar um sólsetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.