Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Síða 47

Eimreiðin - 01.01.1919, Síða 47
KIMREIÐINI LJÓSIÐ 47 dökkleitt, éins og vegg. Pað var ekki um að villast: það var bær rétt fram undan 'þeim. Nú kom hann auga á bæjarþilin. Þeir voru komnir heim á hlað, og nú þekti hann, að það var bærinn í Vík. Þeir voru komnir heim. En hvernig stóð á Ijósinu i skemmuglugganum? Hver gat verið með ljós frammi í þessum kulda? Hann slepti hend- inni af Þórbrandi litla, til þess að Ijúka upp hurðinni, en varð að grípa hann í fang sér um leið, því að hann æti- aði að hníga niður. »Nú erum við komnir heim, Brandur minn. Ertu orðinn mjög lúinn«? »Já, eg er alveg mátt- Iaus«. Orðin komu á slitringi. Það var auðséð, að hann var að missa meðvitundina. Hallfreður lauk upp bæjardyrunum. Helga hrökk sam- an, er hún heyrði, að lokið var upp. »Guði sé lof! þeir eru komnir«. Innilegur feginleiki lýsti sér í rómnum. Hún greip Ijósið og gekk fram í dyrnar. »Ó, guð hjálpi mér; er drengurinn dáinn?« sagði Helga, þegar hún sá Hallfreð haida á drengnum í faðminum. »Nei, hann er bara lúinn. En komdu sæl, góða! Hvernig líður ykkur?« »Okkur liður vel. En eg var orðin svo hrædd um ykkur, að þið munduð ekki finna bæinn«. »Pað var ekki nema von, enda munaði litlu. Eg efast um, að við hefðum haft okkur í bæinn, ef eg hefði ekkí séð ljósið. Eg stefndi töluvert utan við bæinn. En hvernig stóð á því, að ljósið var frammi?« »Eg hefi verið lengi frammi með Ijósið, þvi að eg hélt, að það gæti verið, að þið kæmuð auga á það, þótt dimt væri«. »Hefir þú staðið frammi í þessum kulda ineð ljósið?« Pað var undrun í rómnum. »Já, eg hefi gert það. En blessaðir flýtið ykkur nú inn í hlýjuna. Brandi litla veitir líklega ekki af því, og ykkur báðum, að fá einhverja hressingu eftir þetta stríð«. Síðan gengu þau inn. Þórbrandur litli var háttaður niður í rúm og hlúð að honum eftir föngum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.