Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 19
EIMREIÐIN] AÐALBLÁBER 19 »Nei, nei. Drengirnir gefa þeim ber«, svaraði hún glað- lega. »Það liggur heldur ekkert illa á þeim«. Hann tók hönd hennar í lófa sína. »Þú ert væn við frænda«, sagði hann lágt. »Hvenær ætlar þú heim?«, spurði hún. »Jeg veit ekki«. Hann fann sársaukann brenna sig á ný. Hvað var heini? Að hverju var að hverfa? Eftir stundarkorn heyrði hann Ásu spyrja aftur: »Eigum við ekki að fara að koma heim, frændi«. »Jú, Ása mín, nú kem eg«. Hann reis þreytulega á fætur og hún slepti ekki hendi hans. Svo röiti hann af stað. Ása hoppaði við hlið hans og réði ferðinni Það var komið kvöld. Prestkonan stóð úti og horfði norður móana. Henni þótti Ásu litlu dveljast. En hún var ekki beinlínis hrædd um hana. Drengirnir höfðu sagt, að hún hefði farið til Steingríms. Nú sá hún þau koma undan Bæjarholtinu. »Hvað var þetta? Steingrímur var þó ekki drukkinn?« Hann var óstyrkur og slangraði ýmist til hægri eða vinstri. Ása litla trítlaði við hlið hans og var að tala við hann. »Það vildi eg, að hann hefði nú ekki fundið upp á því, að drekka sig fullan«, hugsaði frú Kristjana og beið þeirra. Þau héldu áfram heim í hlað. Steingrimur leit aldrei upp. Ása var hróðug og kát. Steingrímur hafði lofað henni því, að segja ekki frá því, að hún hefði sest á gjárbarminn. Og hún hafði boðist til þess, að þegja yfir því, að hann hefði grátið. Nú vissu þau þessi leyndarmál, hvort með öðru. Það var altaf eitt- hvað í það varið, að geyma leyndarmál. »Skelfing komið þið seint«, sagði frú Kristjana hægt og leit á Steingrím. Nei, hann var ekki drukkinn, en eitthvað var hann undarlegur. »Hvað ætli nú sé á seiði með hann«, hugsaði hún um leið og hún tók i hönd Ásu litlu og leiddi hana inn. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.