Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 39
EIMREIÐIN] LJOSIÐ 39 dýrt, að fæða átta manns á honum, enda mátti.heita ómögulegt að fá hann, því að kaupstaðurinn var að mestu matarlaus. Útlitið var ekki trygt. Hriðarbakki um norðrið og hvítur skýjaslæðingur um loftið. Ef hann hvesti, var auðsæ stór- hríð. En verið gat, að hann hengi svona yfir daginn, í öllu falli fram i rökkur. Hallfreður gekk inn og vakti Helgu konu sina. Helga var milli þrítugs og fertugs; myndarkona og góðleg, en heldur veikbygð. Hún var föl í andliti og tekin til augn- anna. Var auðséð, að skortur og slrið höfðu gert hana ellilega fyrir timann. »Góðan daginn, góða min! Hvernig er heilsan?« »Góðan daginn, vinur! Eg er með besta móti og hefi haft lítinn hósta í nótt, og sárindin eru minni fyrir brjóst- inu. Hvernig er veðrið?« »Hann er Ijótur. Grár og hriðarlegur, en eg vona samt, að hann verjist í dag. Eg er að hugsa um að ganga á ísinn í dag og vita hvort eg get ekki slysað einn sel með- fram rifunni, sem hann gerði í ísinn i gær. Eg held eg láti hann Þórbrand litla fara með mér. Eg læt hann halda í litla sleðann, ef eg kynni að fá einhverja skepnu. Það væri gott, ef þú treystir þér til þess, að þú færir á fætur og tækir til einhvern matarbita handa okkur og byggir drenginn út á meðan eg er að gefa skepnunum og bera vatnið i bæinn«. »Já, það skal eg gera. En er vogandi að leggja á isinn i þessu útliti? Getur hann ekki broslið á þegar minst varir? Og þá cr ekki gaman að vera úti á ísnum«. »f*að er ekkert að óttast. Hann hangir líklega svona í dag, enda er ekki ólíklegt, að það standi í honum einn dag, eftir svona langvinnar hríðar. Nú fer eg að gefa fénu«. Nokkurri stundu seinna kom Hallfreður inn. Var þá orðið fullbjart af degi. þórbrandur litli sat á rúminu sínu og var að borða brauðköku. »Ætlar þú á ísinn í dag, pabbi?«, sagði hann um leið og faðir hans kom inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.