Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 38
38 IE1MREIÐIN’ Lgosið. Saga eftir Jóhannes Friðlaugsson frá Fjalli. Endalaus ísbreiðan það sem augað eygði, langt, langt norður, þangað sem mættist haf og himinn. Hvít eyði- mörk tilbreytingarlaus. Það eina, sem hvíldi augað, voru háir og hrikalegir borgarjakar, sem risu upp eins og bæjarturnar og fjallagnípur hátt yfir hvíta snæbreiðuná, sem lá alt í kring. Alt hvítt, hvert sem litið var. Landið alþakið þykkri snjóhreiðu, svo að ekki Sást á dökkan díl neinstaðar. Skammdegishörkurnar hrösuðu saman hauður og haf og lögðu helfjötra á alt, sem lífsanda dró. Bæirnir meira en hálffentir og frostgrimdin svo mikil, að menn gátu ekki varið sig kali milli fjárhúsanna. Allar sam- göngur lagðar niður að heita mátti. Menn treystu sér varla milli bæja, nema í lifsnauðsyn. Pótti nóg að líkna skepnunum. Frostnæðingurinn læddist inn um hverja rifu og smugu á bæjunum, svo að fólkið gat ekki haldið á sér hita við dagstörfin; og hélan svo þykk á gluggunum, að hálfrökkur var í baðstofum um hádaginn. Það var einn morgun snemma á þorra. Látlausar hríðar og frost- hörkur höfðu staðið dag eftir dag. Hallfreður í Vik var snemma á fótum þennan morgun og gáði til veðurs. Daginn áður hafði' kipt sundur ísnum á miðjum firðinum og var ekki óhugsandi, að eitthvert slangur af sel væri í rifunni eða meðfram henni. Hall- freður hafði oft aflað vel til búsins af sel, þegar ís hafði verið á flóanum, því að hann var mjög laginn með byssu. Það hafði oft verið aðalbjörgin seinni partinn á veturna, og svo mjólkin úr kúnum. Búið var litið og börnin mörg, en áhugi að verjast skuldum. Og oft hafði verið þörf, en nú var nauðsyn, að afla einhvers til búsins, því að lítið var orðið um matbjörg í bænum. Haustið hafði alveg brugðist með fiskaflann og kjötið af þessum fáu skepnum, sem hann hafði lógað um haustið, var að mestu búið. Þá var ekkert eftir, nema þurr kornmaturinn, og það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.