Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 64
64 RITSJÁ IEIMREIÐIN spekinni úr sér, og húsaspjöllin sýnast næstum pví vera neyðar- úrræði skáldsins til þess að losna við alt saman. Botninn úr sögunni er uppi í Borgarfirði. 8. Jarðarför. Einar og Pórdís setjast að frammi í afdal. Pau eru samhent, vinna, vinna. Sjö börn eignast þau, og það 7. er aumingi, vex ekki, vitkast ekki, er altaf barnið. Pórdís var að- fram komin, þegar hún eignaðist það, en þó byrja nú fyrst raunir hennar. Eg ætla ekki að segja söguna. Hún er meistara- verk. í 15 ár er Pórdís búin að stríða við þetta barn, nótt og dag. Pá deyr það, og loks má hún unna sér hvildar. En þá kastar hún sér niður í rúmið og flóir í tárum: »Mér þótti svo vænt um hann, vænna en öll börnin hin, vænna en alt annað. Hann hefir haldið mér uppréttri í öll þessi ár!« Hér er ekki tekið ncinum lausatökum. Hvar er móðurástinni betur lýst? Eða þá líkræða prestsins, sem karlarnir voru hræddir um að væri »einn af þessum nýmóðins guðfræðingum«, en »lagði góða geisia úr sjáaldrinu«, og hann var mannþekkjari, þótt ungur væri. — Hér er á pörtum sögustillinn forni, fá orð og þagað um tilfinn- ingar, en alt tröllaukið, stórskorið. Eg er ekki fjarrí þvi, að Guðmundur hafi hér gefið okkur þá ágætustu smásögu, sem við höfum nýlega eignast. 9. l'ót/kongavit. Petta er lengsta sagan. Pað verður ekki sagt um G. F., að hann sé í hraki rneð söguefni. Pað er einmitt oft galli á sögum hans, að hann hrúgar 2—3 sögum i eina. En hér má benda á milli 10 og 20 sögur í einni. Pó er þessu haldið svo snildarlega saman af »þingmannsefni sjálfstæðismanna«, sem ríður bæ frá bæ, að heildin er óskert, og er þetta út af fyrir sig aðdáanlegt. En auk þess er ómögulegt annað en dást að því, hve snildarlega skáldinu tekst að sýna okkur inn á öll þessi heimili. Lesandinn er beinlínis kunnugur orðinn í heilli sveit, eftir lesturinn, bæði mönnum og heimilisbrag. Guðmundur ætti að fá Nóbelsverðlaunin fyrir þetta þrekvirki, þvi að eg efast um að það eigi sinn lika. 10. Hyllingar. Hér tekur höfundurinn ýmislegt gamalt skran og fægir og skreytir með orðsnild sinni, svo að varla verður þekt aftur. Pað minnir mig á mann. sem keypti gamlar tunnur og kassa, málaði það rautt og grænt og seldi svo dýrum dóm- um. Pað eru ótrúleg býsn að orðsnild, sem Guðm. úthellir á þessum blaðsiðum, en það er lika litið annað. Pegar eg minnist á orðsnild Guðmundar, dettur mér í hug, live dæmalaust það er, að hann skuli velja bókum sinum þessi pokalegu nöfn: »Tólf sögur«, »Tiu sögur«. Pað stórspillir fyrir þeim. Margir hafa ekki einu sinni tekið eftir þvi, að það séu komnar nýjar sögur eftir G. F. —w Og þó er hér að ræða um merkisbók ársins i skáldskap. M. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.