Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 23
EIMREIÐIN| AÐALBLÁBER 23 Hann vissi ekki hvort var. En nú var ekki lengur þögn og eyði í sál hans. Hann gerði í laumi blýantsmjmd af hlíðinni. Hún varð betri, en liann hafði þorað að vona. Nú komu fleiri myndir, Hann sá þær stíga fram í næturkyrðinni. Andvakan varð heimur, sem hann átti einn og elskaði. Hann hlakk- aði til þess að sofna á kvöldin og vakna aftur löngu á undan ölium og njóta vökudrauma sinna. Hann átti nú orðið dálítið safn af blýantsmyndum, sem enginn fékk að sjá Hann var sæll, þegar hann sat í ljós- bjarmanum og skoðaði þessar litlu myndir, sem áttu að verða málverk. En þess á milli kvaldi eíinn hann. Var þetta ekki sömu tegundar og skáldskapur hans og sönglist? Hann var orðinn tortrygginn gagnvart sjálfum sér. En jafnframt fann hann glögt, að þessi nýja ástríða lét ekki vísa sér á bug að óreyndu. Hún var sterkari en svo. Hann varð að fá vissu sína. Þegar voraði lagði hann af stað út í heiminn, til þess að reyna hvort hann gæti orðið málari. Presthjónin stóðu úti á hlaðinu, þegar hann reið úr garði. Þau voru alvarleg og horfðu á eftir honum, svo langt, sem auðið var, »Guð gæfi, að eitthvað gott lægi nú fyrir honum«, sagði frú Kristjana. »Jeg vona það«, mælti presturinn stillilega. »Það er í fyrsta sinni, sem mér hefir fundist hann vera fullorðinn maður«. »Betur að svo væri«, svaraði hún lágt. Inni i stofunni stóð Ása litla skælandi úti við gluggann. Til hvers átti hún nú að flýja, þegar öllum þótti hún ot hávær eða forvitin? Steingrímur frændi hennar var sá eini, sem aldrei hafði sagt að hún væri óþæg. Á næstu jólum kom bréf frá honum. Presthjónin sátu við borðið, sem var hlaðið bréfum og blöðum. Þau lásu aftur og aftur það, sem Steingrímur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.