Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.01.1919, Blaðsíða 54
54 FRESKÓ [EIMREIÐIN leiddist kannske. Viljið þér eta kvöldverð með mér núna? Nú býð eg yður það sjálf«. Hverju álti eg að svara? Eg sagði henni upp alla sög- una, að eg hefði engin föt, er til þess væru hæf. Þetta heflr nú ef til vill verið auðmýkjandi játning, en eg fyrirvarð mig alls ekkert. Hún sýndist verða himinfallin. »Hví símið þér ekki eftir farangri yðar? Þjónn yðar í Róm gæti búið það út og sent yður það strax«. Eg hló hátt. »Náðuga frú«, sagði eg, »eg hefi engan þjón í Róma- borg, og eg á engin spariföt, hvorki í Rómaborg né ann- arsstaðar. Eg hélt að herra Hollys hefði sagt yður það, að eg er svo fátækur, að eg hefði orðið að svelta heilu hungri, ef þér hefðuð ekki falið mér þetta verk, að mála danssalinn yðar«. Hún náfölnaði. Þá sá eg að hún notaði ekki andlitsliti. Hörundsliturinn, þessi viðkvæmi roði, er eðlilegur. »Eg — — mér kom þetta ekki til hugar«, stamaði hún, eins og einhver sekt hefði verið sönnuð upp á hana, — »ég skal — þér getið — þér skuluð fá eins mikla peninga og þér viljið —«. »Þér verðið að fyrirgefa, náðuga frú«, sagði eg, og hún heflr víst séð, að mér mislíkaði, »mér er engis vant. Eg sagði yður að eins satt og rétt frá þessu, af þeirri ástæðu, að ef þér hefðuð ekki vitað orsökina, hefðuð þér ef til vill haldið að eg lítilsvirti vinsemdarboð yðar. En þér skulið ekki kaupa föt handa mér, eins og þessum borða- lögðu hérna fyrir framan. Ef yður getst ekki að þessum fötum mínum, þá getið þér ekki lagfært það með því að gefa mér önnur ný. En altaf mun eg verða yður þakk- látur fyrir þetta eina ár, sem eg hefi unnið hér í næði og lifað laus við þær ábyggjur, sem öreigann elta«. Hún svaraði engu. Eg laut henni — mjög djúpt — og gekk hægt út úr herberginu. Sannast að segja fanst mér ég hafa unnið sigur i þess- um viðskiftum. Mér hafði lánast að hafa »le beau röle« í samtalinu, og eg verð að segja, að það er töluverður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.