Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Síða 10

Eimreiðin - 01.01.1919, Síða 10
10 SKIFTING' LÁÐS OG LAGAR [EIMREIÐIÍf vera leifar af jarðskorpunni, eins og hún var á sjávar- botni fyrir ævalöngu, en eru nú hálendi, hafa menn ráðið, að jörðin hafi rýrnað um 12—20 kílómetra í þvermál síðan á krítar-tímabili, en það er síðasta tímabilið á mesozóisku jarðöldinni, og eru miljónir ára síðan. En þá eru ýmsir ágætir fræðimenn á þeirri skoðun, að jörðin hafi ekki einu sinni rýrnað nándarnærri svo mikið. M. J. Úti á köldum steini. Döpur situr ekkja ein úti’ á köldum steini, er að harma horfinn svein, hvíslar svo í leyni: »Harma’ eg dána drenginn ininn — dáinn vonum minum. Hreif hann burtu heimurinn hnefarétti sinum. Treg eru orð um arfa þann. Unni’ eg forðum manni. Ekki fékk eg eiga hann. Erfði sveininn granni. Vinurinn fór i fjarlæg lönd, fanst eg rjúfa trygðir; helft af minum hug og önd hreif í duldar bygðir. Hefir ástlaust hjónaband hjarta þjakað mínu. Grét eg oft við gráan sand geðraun þá og pinu.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.