BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 1

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 1
3. OG 4. TBL. 1967 -BLAÐIÐ FÉLAGSRIT BINDINDISFÉLAGS ÖKUMANNA Gefið út í samvinnu við Abyrgð h/f. BFO Hœgri umferð í Svíþjóð í sambandi við breytinguna úr vinstri í hægri umferð í Svíþjóð hinn 3. september sL bauð MHF (Bindind isfélg ökumanna í Svíþjóð) fulltrúa frá BFO að taka þátt í sérstakri dag- skrá, sem bifreiðaeigendafélögin í Sví- þjóð (M, MHF og KAK), ásamt (HTK) og sænsku vegagerðinni (SV F) efndu til. Undirritaður þáði boð þetta, en fulltrúar voru frá öllum bind- indisfélögum á Norðurlöndum og voru flestir þeirra einnig fulltrúar trygging- afélaga bindindismanna í viðkomandi löndum. Alls sóttu um 190 erlendir fulltrúar dagskrá þessa, sem tók yfir dagana 2.-4. september, þar af fjöldi fslendinga. Undirbúningur undir hægri umferð í Svíþjóð var mjög yfirgripsmikill og hnitmiðaður og fylgdi honum stórkost- leg áróðursstarfsemi, til þess að búa fólk sem bezt undir breytinguna. Fannst sumum nóg um allan áróður- inn og sögðu, að menn væru orðnir „fullir upp í háls" af áróðri. Því svöruðu hægri nefndar menn: „Það er ekki nóg, hann á að ná alveg upp í heilann"! Og það virðist sem þessi starfssemi hafi borið tilætlaðan árang- ur, því hægri umferðin í Svíþjóð hefur BFÖ-BLAÐIÐ gengið mjög vel og slysalítið síðan 3. september sl. Ég held að óhætt sé að segja, að Svíum hafi tekizt það, sem okkur íslendinga vanhagar svo mjög um, að framkalla umferðarvakn- ingu meðal allrar þjóðarinnar. Ég kom til Stokkhólms að kvöldi 1. september. Strax og komið var inn í flugafgreiðsluna á Arlanda, var okk- ur farþegunum afhentur lítill bækling- ur, ritaður á Sænsku, Finnsku, Norsku, Ensku, Frönsku og Þýzku, sem skýrði frá fyrirhugaðri breytingu og tilhögun hennar. Allsstaðar gat að líta lítið sex- kantað merki, með gulu H á svörtum fleti. Á leiðinni inn í miðborgina þurftum við oft að aka á móti aksturs- stefnuörvum og einstefnuaksturs- merkjum, en víða var búið að „af- hjúpa" breyttar merkingar. f Stokkhólmi hófst almennt um- ferðarbann kl. 10 að morgni laugar- daginn 2. september og stóð til kl. 15 á H-daginn, 3. september. Máttu þá aðeins leigubílar og strætisvagnar aka auk, að sjálfsögðu, lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðs- og undanbágu- Éílar starfsmanna við breytinguna. Þessi tími var notaður til að fullgera allar breytingar á umferðarmerkjum, 1

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.