BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 9

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 9
stað í bíl, hleðst hann hreyfiorku eins og hið fallandi lóð. Munurinn er bara sá, að hreyfiorka bíls getur orðið í^eysi- lega mikil. Fólksbíll, 1000 kq. að þyngd, sem ekur með 100 km/t hraða, hleðst um 40.000 sinnum meiri hreyfi- orku en lóðið, sem við minntumst á. . Væri þessi hreyfiorka tæmd á svo til einu augnabliki, t.d. með því að aka á klett, stórt tré o.s.frv., yiðu afleiðing- arnar hræðilegar. „Lifandi kraftur" bíls, hreyfiorkan er komin undir þunga hans, en þó að- allega undir hraða þeim, sem hann er á. Hreyfiorkan eykst með kvaðratinu d hraðann. Hún er þess vegna ekki helm- ingi meiri við 100 km/t hraða en við 50 km/t hraða, heldur fjórum sinnum meiri. Hún er ekki þrisvar sinnum meiri við 90 km/t hraða en við 30 km/t hraða, heldur níu sinnum meiri. Hún fimmfaldast ekki við fimmfaldan hraða, heldur tuttugu og fimmfaldast o.s.frv. Þetta er skýringin á hinum voðalega slysum við mikinn ökuhraða. Ef við höfum veitt bílnum okkar mikla hreyfiorku, þá erum við rtrax komin í vanda. Við getum ekki stanz- að fyrr en hreyfiorkan er tæmd til síðasta kílógramm-meters. Vanalega gerist þetta þannig, að hreyfiorkan breytist í hita í hemlum, börðum og vegi. En þetta tekur sinn tíma og því lengri, því hraðar sem ekið er. Sé þessi tími lengri en sá tími, sem við höfum til að forða slysi, skeður það. Oheppni? Sjaldan, heldur afleiðing rangrar ökumennsku. Það er ekki aðeins bíllinn, sem er hlaðinn hreyfiorku, lifandi krafti. Mað- ur, 80 kg. þungur, sem ekur með 100 km/t hraða, er hlaðinn lifandi krafti, sem 3.200 meiri en lóðið, sem minnst var á. Með þessu afli þeytist hann í framrúðu, stýrishjól eða mælaborð, ef hreyfiorkan tæmist á svo til einu augnabliki. Hreyfiorka bíls lýsir sér einkum á tvennan hátt. Annars vegar vinnur hún að því að halda bíl á sama hraða, hins vegar að því að bíllinn renni beint á- fram. Hið fyrra getum við haft áhrif á með benzíngjöf og hemlum, hið síðara með stýrinu. Þó dugar þetta á stundum ekki til þess að ráða við nátt- úrulögmálin. Ýmislegt hefur áhrif á hinn lifandi kraft, brekka upp, brekka niður, vindur (loftmótstaða), núningsmótstaða o.fL Þetta kannast ökumenn við. Mikill lifandi kraftur gerir stjórn- ina erfiða. Á litlum hraða er svo auð- velt að stýra. Annað kemur í ljós við mikinn hraða, allt þar til svo er kom- ið að bíllinn virðist vera stýrislaus. Hinn lifandi krafmr verkar í þyngdardepli bílsins. Verði núnings- mótstaða hjólanna engin, keyrir hann þyngdardepilinn beint áfram. Bíllinn snýst þá oft um línu, sem hugsast dreg- in lóðrétt gegnum þennan depil. Ameríkanar segja: „Þegar þú ert kominn á 90 mílna hraða, þá ekur þú ekki lengur bíl, heldur er það bíllinn, sem ekur þér." Þetta er vafalaust rétt. Of mikil hreyfiorka bíls er mjög hætt- ulegur „farþegi", sem getur tekið stjórnina alveg af ökumanninum. Miðflóttaaflið. Hinn lifandi kraftur knýr bíl beint áfram. Væri ekki hægt að hafa áhrif á þetta lögmál, væri ekki hægt að aka. Hugsum okkur beygju. Við verðum að geta haft áhrif á bílinn, annars færum BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.