BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 21

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 21
11. Frjósi hurðarlæsing, þá þíddu hana ekki upp með því að anda í hana Þíddu hana heldur með heitri hendi. Til er „spray", sem má nota á læsingar, svo þær ekki frjósi. Ágætt er að smvrja þær með grafítdufti. 12. Eftir bílþvott er gott að aka nokk- ur hundruð metra með dálítilli heml- un. Vatnið í hemlunum hverfur fljótt við það. Aktu varlega í stóra og djúpa polla. Utbúnaður á vetrum. Vilji maður vera undir ýmislegt búinn á vetrum, þarf maður að hafa í bílnum: a. Skóflu, bursta, íssköfu. b. Öryggisþríhyrninga. c. Vasaljós. d. Dráttartaug. e. Kassa með sáraumbúðum. f. Lampa og öryggi. g. Tóma poka, sandpoka. h. Battingsbút, til að setja undir tjakkinn. Klossa til að setja við hjól. i. Keðjur. j. Þunna hanzka og mjúka skó. k. Viftureim. Nœsta tbl,: Verklegar œfingar í hálku- akstri. Bindindistryggingar Maðurinn mætir á lífsleið sjnni ótal áhættum, sjúkdómar, slys og eign- atjón verða oftlega á vegi hans geen- um lífið. En áhætturnar hafa bteytzt mikið á hinum öru framfaratíraum, sem nú ríkja, læknislistin hefut sem betur fer, tök á flestum sjúkdómum nú. Tækniþróunin skapar aðrar áhættur í stað þeirra og slys fara ört vaxandi í kjöfari hennar. Þess vegna hefur tryggingaþörfin aukizt hröðum skref- um og hefur tryggingasala í heimin- um vaxið gífurlega undanfarin ár. eða um það bil þrefaldazt á tímabilinu 1953 til 1963, eftir því sem skýrslur herma. Margar þær áhættur, sem maðurinn mætir nú, skapar hann sjálfur með lífs- háttum sínum og framferði og getur undir ýmsum kringumstæðum c.rðið sjálfum sér og öðrum mjög hætmleg- ur. Það er augljóst hverjum, sem um það vill hugsa, að bindindismaðurinn lifir mun áhtettuminna lífi heldur en vínneytandinn og er því minni hætta á að hann valdi öðrum tjóni með fram- ferði sínu. Hinar heilnæmu lífsvenjur bindindismanna leiddu til þess, að fyrir meira en hálfri öld voru heim boðnar líftryggingar með hagstæðari kjörum en almennt gerðist og mun það hafa verið fyrsti vísirinn að bind- indistryggingu í heiminum. Þegar vélaöldin var sem mest að ryðja sér til rúms á Norðurlöndum um 1930 jókst tryggingaþörfin jafn- hliða, fjölþættar bifreiðatryggingar og slysatryggingar voru í örum vexti. Árið 1926 var í Svíþjóð stofnað Bind- indisfélag ökumanna (MHF) og hófu forsvarsmenn þess strax athuganir á því, hvort ekki væri hægt að f4 ódýrari bifreiðatryggingar fyrir félagana, þar sem þeir töldu augljóst að bindindis- BFO-BLAÐIÐ 21

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.